Blik - 01.06.1969, Page 62
Hjónin Guðrún og Jón.
á penna, skrifaöi henni fyrir hann
langt og ástúðlegt bréf. Þar var fast
að henni lagt að koma til Norðfjarð-
ar, flytja að Nesi, þar sem þau gætu
hafið nýtt hjúskaparlíf, myndað sér
heimili á ný.
Eiginkonunni, Guðrúnu Kristjáns-
dóttur, var vandi á höndum. Annars
vegar var eiginmaðurinn hundinn
henni ástar- og hjúskaparböndum,
einmana og ósjálfbjarga á ýmsa lund,
lamaður, líknarþurfi.
En börnin þeirra tvö, litlu stúlk-
urnar þeirra, — hvað um þær?
Guðrún, móðir og eiginkona, leiddi
vandamál sín hug og hugsun. Já, ann-
ars vega ástríkur lífsförunautur, þeg-
ar svo bar undir, trúnarðarvinur, fað-
ir barnanna hennar. Hins vegar dæt-
ur hennar tvær sem nú dvöldust í
fóstri hjá góðu fólki. Átti hún að taka
þær með sér, aðra eða báðar? -— Og
svo skyldu engin tök á að sjá þeim
farborða, hafa til hnífs og skeiðar
handa þeim öllum, fjögurra manna
fjölskyldu, og ef til vill stærri, þegar
fram leið, því að hún var ekki enn
nema 37 ára.
Stúlkurnar hennar voru vissulega
hlutar af henni sjálfri, hamingja
hennar að hálfu leyti eða vel það, —
að öllu leyti. Nei, ekki að öllu leyti.
Henni var það svölun og hamingja að
geta hjálpað honum, stutt hann, líkn-
að honum. Það var hugsjón hennar
frá upphafi kynna og ástar. Hann sat
því á hinni vogarskálinni. — Hún
vó og mat.
Þau höfðu ekki búið saman síðustu
8 árin. Hún afréð að fórna sjálfri sér,
en vildi ekkert eiga á hættu um fram-
tíð barnanna. Öryggi þeirra var henni
60
BLIK