Blik - 01.06.1969, Side 63
fyrir öllu, móðurinni og eiginkon-
unni Guðrúnu Kristjánsdóttur. Hún
kaus að hafa stúlkurnar sínar fram-
vegis undir handleiðslu góðs og göf-
ugs fólks.
Svo fluttist Guðrún Kristjánsdóttir
suður í Norðfjörð síðla sumars 1903,
ein sín liðs, til þess að stofna eigin-
manni sínum heimili á ný. Héðan af
skyldi hún standa við hlið hans í
lífsbaráttunni, fórna honum öllu, er
hún gat honum í té látið.
Hjónin tóku á leigu litla íbúð í
timburhúsi þarna á Stekkjarnesinu.
Það hús hét Sjólyst og stóð utan við
Ytri-Hólslækinn niður við Strand-
veginn. Þarna hófu þau búskap á ný.
Svo leið tíminn í sátt og samlyndi.
Hinn 1. ágúst 1904 fæddi Guðrún
eiginmanni sínum stúlkubarn. Séra
Jón Guðmundsson á Nesi skírði barn-
ið Sigfríði. Lífssólin skein við for-
eldrunum, og þó sérstaklega móður-
inni — henni, sem hafði fórnað sam-
vistum við báðar stúlkurnar sínar,
ljósin sín, hamingjudísirnar sínar. Nú
hafði góður guð gefið henni þriðju
stúlkuna, sem hún hafði nú efni á og
aðstöðu til að annast sjálf og ala upp.
Hamingja foreldranna var innileg,
svo að liðnir sárindatíma gleymdust
furðu fljótt.
En svo syrti að á ný: Hinn 18. nóv-
ember 1907 dó litla Sigfríður Jóns-
dóttir í Sjólyst. Þá var hún rúmlega
þriggja ára. Sorg foreldranna verður
ekki með orðum lýst, og þá alveg sér-
staklega sorg og þjáningum móður-
innar. Hún varð aldrei söm eftir það
áfall. Beizkjan og sárindin ýfðu geð
og velktu sál. Það hugarástand bytn-
aði fyrst og fremst á heimilislífinu.
Ein óhamingjan bauð þannig annarri
heim eins og gengur. Og sumt sam-
ferðafólkið dæmdi, áfelldi og for-
dæmdi í skilningsleysi sínu, samúðar-
leysi og af vanþekkingu.
Arið 1916 eða þar um bil byggðu
hjónin Jón og Guðrún sér lítið íbúð-
arhús utast á svokallaðri Strönd í
Norðfirði. Það hús stendur enn, nr.
17 við Urðarveg, stækkað nú og end-
urbætt.
íbúðarhús þetta kölluðu hjónin
Hlíðarhús.
Aður en þau eignuðust það og
eftir að þau fluttu úr Sjólist, sem var
rifin, höfðust þau við í eilitlum kofa
inni á Ströndinni. Þak hans var gam-
all hátur, sem hvolfdi yfir fjórum
veggjum með agnarlitlum gluggabor-
um á. Þau húsakynni hafa eflaust
verið í flokki hinna allra fátækleg-
ustu og ömurlegustu í þessu landi,
og er þá nokkuð sagt.
í Hlíðarhúsum lézt Jón S. Sigurðs-
son 2. janúar 1931 hálfáttræður að
aldri.
Ég, sem þetta skrifa, réri á árabáti
með Jóni fótalausa á unglingsárum
mínum, var annar hásetinn hans á
þriggja manna fari færeysku. Fáir
voru hans jafnokar að dugnaði og
harðfengi við sjósóknina. Mér vitan-
lega réri hann ógjarnan nema á ára-
bátum. I þeim var röng eða hand um
mitt rúm. Framan við röngina lét Jón
tréslá um þveran bátinn og spyrnti
þar við með hnjánum, er hann réri
árum sínum. Um bátinn endilangan
BLIK
61