Blik - 01.06.1969, Side 64
gekk hann á fjórum fótum eftir þóft-
unum og var býsna fljótur í ferðum,
því að hugurinn bar hann hálfa leið,
harkan, dugnaðurinn og sæknin.
Hann aflaði jafnan vel, og afkoman
var oftast bærileg.
A ýmsa lund var ungum og óreynd-
um með honum að róa til lærdóms
og nytja, því að hann var góður sjó-
maður, kunni vel til allra þeirra
verka á árabátum, og þekkti hverja
fiskibleiðu út í æsar bæði á grunnu
og dýpra vatni. En vega þurfti hinn
ungi maöur og óreyndi með sjálfum
sér og meta orð og gjörðir for-
mannsins, þegar til dæmis línur ann-
arra seilaðar fiski komu upp að rúllu
við línudrátt, því að þá gátu fingur
gamla mannsins orðið helzt til lang-
ir stundum og lítt um það hirt, á
hvorum klakknum „auðæfi hafsins“
héngu eða hvoru megin hryggjar
þau höfðu krækt sig. Mundi hann
einn um þá hluti?
Það bar við, að Guðrún í Sjólyst
leit inn á æskuheimilið mitt á Hóli,
sem var þarna í nánasta nágrenninu
á Stekkjarnesinu. Það leyndi sér ekki,
að þessi blessuð kona var beizk og
sár út í allt og alla, líðandi sál, sem
þoldi og bar, — hafði liðið, líknað
og fórnað, en hvar var svo umbunin?
Aldrei heyrði ég Guðrúnu Kristjáns-
dóttur minnast á eða ræða um sár-
ustu atburöina í lífi sínu, aldrei.
Stundum reyndi fóstra mín að fá
hana til að létta á sálu sinni, tjá og
segja frá, ef sú tjáning mætti breyta
viÖhorfum ,létta á og lyfta undir,
Nei, þá var hún eins og lokuö bók.
Ég minnist þess, að eitt sinn lét
fóstra mín falla orð í þá átt, að Jón,
eiginmaöurinn, mundi vera kald-
lyndur nokkuð og tilfinningasvalur í
hjúskaparlífinu. Enn minnist ég
svarsins, sem Guðrún gaf fóstru
minni og var lengi minnzt á æsku-
heimili mínu: „Þú heldur kannski
hann Jón minn sé gjörður úr stáli,
sé tilfinningalaus. Onei, ónei, hver
hefur liðið meira en hann?“ Talið
féll niður, og þær snéru sér einhuga
að kaffisopanum og svo viðburðum
hins daglega lífs í litla þorpinu,
gömlu konurnar.
Síðustu æivárin, eftir að Jón féll
frá, hafði Guðrún Kristjánsdóttir
framfærslu sína hjá sveitarsjóði. Þau
ár bjó hún ein í litlu húsi ofan við
verzlunarhús Kaupfélagsins Fram.
Það hús stendur enn þar í kaupstaÖn-
um, Neskaupstað. Þar lézt hún 24.
júní 1938 rúmlega 72 ára.
Matthías Jochumsson kveður:
„Hvað er Hel —?
Hvíld, er stillir storm og él,
endurnæring þungaþjáðum,
þreyttum, píndum, hrelldum, smáðum,
eilíf bót, þeim breytti vel,
heitir Hel.“
62
BLIK