Blik - 01.06.1969, Page 68
okkur sjálfum aS hafa okkur á
burt.
Þriðjudaginn 8. september lögðum
við af stað frá Grænlandi til Islands.
Veðurblíðu fengum við suður með
Grænlandi vestanverðu. Ekki fórum
við þá suður fyrir suðurodda lands-
ins. Sund nokkurt skilur suðurodd-
ann frá meginlandinu. Það er 70
mílna langt. Mjög skemmtilegt var
að sigla þar um sundið; himinhá
fjöll beggja vegna og sundið sums
staöar afarinjótt, ekki meira en 500
—600 metra breitt. Ekki vorum við
óhræddir að fara þessa leið, ef hafís
reyndist vera við austurströndina. Til
allrar hamingju reyndist þar alveg
auður sjór.
Þegar við höfðum siglt 60 sjómíl-
ur austur í hafið frá austurströnd-
inni, afréð skipstjórinn að snúa við,
því að veðurútlitið var mjög ískyggi-
legt; djúp lægð við suðurodda Græn-
lands og spáð miklu hvassviðri. Við
lögðumst á víkina á austurströndinni.
Að morgni þriðja dagsins var
komið gott veður. Þá héldum við
heim á leið. En að kvöldi þess dags
skall mikla veðrið á við Island, þeg-
ar franska hafrannsóknarskipið fórst
við Mýrar.
Hefðum við ekki snúið við og lagzt
á víkina, hefðum við verið komnir
langleiðina til íslands, þegar veðrið
skall á, og tel ég mjög miklar líkur
fyrir því, að við hefðum ekki afborið
það veður.
Til Reykjavíkur komum við að
kvöldi 19. september. Létti þá mörg-
um, því að við vorum taldir af. Við
sendum skeyti, þegar við lögðum af
stað, en náðum ekki talsambandi fyrr
en við vorum komnir langleiðina að
Reykjanesi.
Eitt sinn ræddu þeir hagyrðing-
arnir Brynjólfur Einarsson og Ágúst
Benónýsson um háttinn Kolbeinslag.
Síðan sendi Ágúst Brynjólfi þennan
fyrri hluta og óskaði eftir botni:
A. B.: Kindur svangar sækja í þang,
sjávarflæði er þeim skæð.
B. E.: Ymsir flangsa feigðargang
fyrir gæði hugum stæð.
ÞverstaSa aldursins
Það er furðu fyrirbæri
að finnast æskukjörin bág.
Oska þó að ekkert væri
öðruvísi nú en þá.
B.E.
Til átthaganna andinn iptar
Þó að hér í fylgd með fólki góðu
fest ég hafi í Vestmannaeyjum yndi,
en í gegnum minninganna móðu
mótar alltaf fyrir Hólmatindi.
B.E.
(Brynjólfur Einarsson er Eskfirðingur,
svo sem kunnugt er).
Til Hilmars ajlakóngs
Helztan kjósum heiðurskarl
Hilmar Rósu, sveinar;
oft til sjós fer aflajarl,
ört þótt frjósi hleinar.
Hajsteinn Stefánsson.
66
BLIK