Blik - 01.06.1969, Qupperneq 70
„Jæja, þá koma þeir í dag,“ sagði
Grímur bóndi og nuddaði niður á
botninn í tóbakskyllinum nokkur tó-
bakskorn úr börmum hans. „Tóbaks-
laus, kaffilaus, sykurlaus, allslaus",
hugsaði hann, „ekki skal það á mig
bíta“.
„Alltaf hafa kaupmenn og aðrir
valdamenn og ríkisbubbar byr, hvert
sem þeir óska að sisla“, sagði Grím-
ur og saug síðustu tóbakskornin upp
í hana mjónu sína.
„Ojá, það hefði svo gjarnan mátt
vera stólparok í dag og næstu daga
til þess að varna þessum gestum hing-
að út eftir. Þeir verða hér engir au-
fúsugestir, kaupmaðurinn og hrepp-
stjórinn“. Það var Halldóra gamla
á níræöisaldrinum, sem varð fyrir
svörunum.
„Hvað verður svo um hlessunina
hana Sigríði mína og hann Sæmund
og öll börnin, þegar búslóðin er seld
og bústofninn horfinn?14 spurði Kat-
rín húsfreyja döpur í bragði. „Sveit-
arstjórninni ber skylda til að ráð-
stafa þeim öllum saman,“ sagði Grím-
ur bóndi. „Hún dreifir þeim út um
hvippinn og hvappinn. — En hver
mundi treysta sér til að hýsa Sigríöi,
þann herjans svark?" sagði Grímur,
um leið og hann hvolfdi í, sig síðustu
lögginni úr stóra kaffibollanum.
Halldóra gamla réri fram í gráðið
þungbúin og þegjandi.
„Þyngst veitist okkur mannskepn-
unum að setja okkur í spor með-
bræðranna,“ sagði Katrín húsfreyja
hugsandi.
„Læt ég það nú vera,“ sagði Grím-
ur,“ flestir vita það orðið, að þeim
ber skylda til að hjálpa náunganum,
séu þeir aflögufærir, en það er ég
ekki, svo að ég tali fyrir mig. En ekki
eru allar syndir guði að kenna, leyfi
ég mér að fullyrða. Það veit ég. Og
þeim í koll kemur, sem brjóta bless-
uð boðorðin og syndga gegn guðs
og manna lögum. Illur fengur illa
forgengur, stendur þar, og margt
handtakiö hefur Sæmundur nágranni
okkar tekið á sunnudögum og öðr-
um helgidögum, þegar við eigum að
hvila samkvæmt boðum helgra rita.
Því segi ég það, að nú er komiö að
skuldadögum hjá þeim hjónum. Enda
er mér það enn í fersku minni, er ég
í fyrra sá og vissi Sigríði sitja við
prjóna allan síöari hluta föstudags-
ins langa. Slík háðung á helgum degi
hlýtur að ala sín eftirköst og stýrir
ekki góðri lukku, ef ég veit rétt.“
Strokan stóð úr Grími bónda eins
og tappi væri tekinn úr keraldi, þar
sem þrýstingurinn er nógur inni fyrir.
Og Grímur bóndi hélt áfram að hella
úr skálunum: „Síðan þau Sæmundur
og Sigríður fluttu hingaö, hefi ég
veitt búskaparháttum þeirra athygli.
Eyðslan og óráðsían á heimilinu er
alveg gengdarlaus. Þar eru t. d. notuð
tvö pund af kaffi frá veturnóttum til
nýjárs, þegar við Jórunn látum eitt
nægja. Svo er það einnig um sykur-
inn. í þeim efnum tvöföld eyðsla á
við okkur. Á sama tíma eyðist hjá
þeim þrír eldspýtnastokkar, þegar
okkur dugar einn. Og ég verð rétt að
segja það, að ég sé enga þörf á því,
að kona, sem alltaf dvelur innan
63
BUK