Blik - 01.06.1969, Síða 71
bæjarveggjanna, gangi í tveim pils-
um. Skyldi ekki ytra pilsið' vera harla
nóg? Hnjáskjólin eru þá alveg eins
óþarfaflíkur, að ég nú ekki tali um
geirabrækurnar. Allt er þetta eyðsla
umfram þarfir. Þið vitið það, að ég
hefi aldrei leyft Jórunni slíkt bruðl
í daglega lífinu, enda búum við skuld-
laus að kalla, óttalaus og frjáls gagn-
vart valdi kaupmannsins. Frelsi met
ég meira en föt. Og svo er það þessi
eina bók, sem til er á heimilinu þeirra
og þau liggja í sýknt og heilagt, þessi
Gísla saga Súrssonar, sá béaður bók-
lestur, meðan við hin lesum heilagt
guðsorð í ritningunni, hugvekjum og
húspostillum með sálmasöng og sæt-
um versum. Er nokkur furða, þótt
slíkt fólk fái að súpa beizkt seyðið
af sjálfu sér og verkum sínum?“
Katrín húsfreyja gekk þegjandi út
úr baðstofunni. Hún óskaði ekki nú
að eyða orðum á Grím bónda. Hún
þekkti hann svo vel eftir langt sam-
býli í Höfn. Hún hafði fundið til
með Jórunni konu bans, þeirri öðl-
ingskonu. Jafnan hafði hún lánað
Jórunni kaffi í könnuna og sykur
með, þegar flest var gengið til þurrð-
ar hjá henni og lánsreikningurinn
hjá kaupmanninum lokaður. Jórunn
skuldaði því kaffiögnina og sykur-
lúsina, þegar Grímur þandi sig hvað
mest og státaði af sparseminni og
nægjuseminni og prédikaði hvort
tveggja af sæld og sjálfumgleði. Frið-
ur nábýlisins hafði til þessa verið
Katrínu húsfreyju og fólki hennar
fyrir öllu, —- en fátt leynist fyrir ná-
grönnum í löngu sambýli.
Þessi andi Gríms bónda var einnig
ógeðfelldur Halldóru gömlu. Hún tók
að andæfa: „Eg hefi aldrei annað
heyrt“, sagði hún, „en syndlaust væri
að halda á prjónum á föstudaginn
langa. Ástæðan er fyrst og fremst sú,
að Kristur klæddist sjálfur prjóna-
kufli.“ Gamla konan var fastmælt.
„Eyðslulíf Sæmundar og Sigríðar
annars vegar og heimilislíf þitt hins
vegar óska ég ekki að ræða við þig
að þessu sinni, Grímur minn. Eg
get þó ekki varizt þönkum og þrálátri
hugsun um menn, sem sí og æ í orð-
um og æði minna mann á Fariseann,
— eða þá söguna um bjálkann og
flísina.“
„Nei, nú kannaðist Grímur bóndi
við „allt sitt heimafólk“. Hann
óskaði þess því ekki að halda þessu
tali áfram, fyrst kerlingin var í þessu
essinu. — Þó væri það ef til vill ó-
maksins vert að demba á hana eilitl-
illi íilvitnun í guðsorð, því að jafnan
hafði hún verið viðkvæm fyrir því:
„Ekki óska ég að munnhöggvast
við þig, Halldóra mín“, sagði Grímur
mjúkur í máli við gömlu konuna,
„en minna vil ég þig á orð hins helga
rits: „Varðveit þú hvíldardaginn
að þú helgir hann. Ekkert verk skaltu
á honum vinna.“ Og væri þá ekki úr
vegi að minna þig á boðskap meistara
Jóns, sem segir: „Það er hrópandi
synd að brjóta hvíldardaginn með
ónauðsynlegu erfiði. Sú synd bytnar
á afkomendum okkar í þriðja og
fjórða lið“. Nú fannst Grími bónda,
að hann hefði pálmann í höndunum,
fyrst honum hugkvæmdust þessi orð
blik
69