Blik - 01.06.1969, Page 72
hinna helgu rita og postillunnar. „Á,
komdu þar, karlinn“, anzaði gamla
konan og brýndi röddina. Ekki kann
ég annað betur en þessi orð meistara
Jóns Vídalíns: „Haf alltíð eitthvað
að sýsla, svo að djöfullinn hitti þig
ekki iðjulausan, því að iðjuleysi færir
með sér lestina, menn læra illt að
gjöra að gjöra ekkert“, segir meist-
arinn sá, og mundu þér hollt að hafa
þessi orð í huga, Grímur Gestsson, er
þú slærð slöku við bjargfræðisöfl-
unina“.
Grímur bóndi rölti hugsandi heim
í kot sitt. Aldrei tókst honum að
stinga upp í skass þetta með tilvitnun
í sjálft guðsorðið, hugleiddi hann.
Upp úr hádegi komu menn auga á
dökkan depil innarlega á spegilslétt-
um firðinum. Allir á Hafnarbæjunum
vissu, hvað það var. Þó gat helzt eng-
inn stillt sig um að ganga út og
skyggnast eftir deplinum. Hugsunin
um komu valdsmannanna gagntók
hugi allra. Depillinn stækkaði brátt
og skýrðist og hætti þá að vera það
sem hann var í fyrstu. Þetta reyndist
vera stór árabátur með nokkrum
mönnum á.
Grímur bóndi tók einn á móti gest-
unum í vörinni og brýndi með þeim
bátnum. Aðrir bændur og búaliðar á
Hafnarbæjunum héldu kyrru fyrir
innan bæja, — létu sem þeir hefðu
enga hugmynd um gestkomu i Hafn-
arvör. Þeir stungu hendi í eigin barm,
— Sæmundur í dag, ef til vill þeir
sjálfir á morgun.
Menn komu á tveim öðrum bátum
handan yfir fjörðinn til uppboðsins.
70
Meðal þeirra var Þórður bóndi í
Hlíð. Hann var gildur bóndi og út-
gerðarmaður og þótti vita lengra nefi
sínu, meira að segja ýmislegt, sem
öðrum var með öllu hulið.
Þórður bóndi tók þegar Sæmund
bónda tali afsíðis og ræddust þeir við
drykklanga stund.
Hinn aldraði hreppstjóri afréð, að
uppboðið skyldi fram fara í hinu
tæmda hlöðurúmi Sæmundar bónda.
Þangað skyldi búslóðin borin.
Umboðsmaður sýslumannsins og
ríkisvaldsins tók upp úr tösku sinni
hreppstjórahúfuna og setti á höfuð
sér. Þá handlék hann lítinn tréhamar
með myndugleik. Síðan náði hann sér
í kassa, sem hann kaus að standa á
úti í horni. Uppboðsritarinn varð að
láta sér nægja tunnu undir bókina, en
stól fékk hann til að sitja á.
011 börnin á Hafnarbæjunum, sem
vettlingi gátu valdið, höfðu safnazt
saman uppi á heystabbanum, sem eft-
ir var þarna í hlöðu Sæmundar
bónda. Þar datt hvorki af þeim né
draup, þó að þau væru hart nær tutt-
ugu talsins. Þessi samkunda gagntók
hug þeirra allra.
Inn í hlöðuna söfnuðust koffort og
kistur, kirnur og koppar. Þar gat að
líta gamla, skælda dragkistu úr stofu
hjónanna og borð. Þarna voru kassar
og amboð og fleiri áhöld.
Brátt hafði nær öll búslóð þeirra
hjóna verið borin inn í hlöðuna, og
svo nær gengið, sem lög frekast
leyfðu.
Lítill slægur virtist uppboðsgest-
um í munum þessum. Sigurður kaup-
BLIK