Blik - 01.06.1969, Side 73
maður keypli fiesta þessa hluti eða
aðrir honum handgengir.
Enginn sá Sæmundi bónda brugð-
ið, meðan búslóðin var boðin upp,
enda var hann hæglætismaður og
skapdeigur sögðu þeir, sem bezt
þekktu hann. Sigríður húsfreyja var
hins vegar gustmikil, svo að pils fuku,
og sýndist nú barmurinn bústnari en
venjulega. Var sem gneistaði úr aug-
um hennar.
Oeirð leyndi sér ekki með Sigurði
kaupmanni. Hann var meðalmaður á
hæð, gildvaxinn nokkurð og sköll-
óttur aftur á hnakka. Yfirvararskegg-
ið var svart, mikið og vel hirt, —
snúið við vanga beggja vegna. Höku-
topp hafði hann að fyrirmannasið.
Þarna stóð hann í hlöðunni með
harða hattinn sinn í annarri hendinni
og silfurbúna göngustafinn í hinni.
Lotinn var hann nokkuð og ellilegur
virtist hann, — kominn fast að sext-
ugu.
Þegar hefja skyldi uppboðið á bú-
stofninum, sem var ein kýr, 42 ær og
8 lömb, snaraðist Sigríður húsfreyja
inn í hlöðuna með asa miklum.
Bregður hún þegar trékollu undan
svuntu sinni, hvolfir henni yfir höfuð
Sigurði kaupmanni og þrýstir að:
„Skaltu það muna, mannskratti,
meðan þú lifir, að kona hefur krýnt
þig kollu þessari“. Það var sem
húsfreyjan skyrpti þessum orðum út
úr sér.
„Hvert skauð á sína kerling, stend-
ur þar“, sagði Sigurður kaupmaður,
laut höfði og hugðist láta kolluna
falla af skalla sér. En hún reyndist
sitja föst. Varð hann því að leggja
frá sér staf til þess að hafa hendur á
„pottloki“ þessu. Ymsir viðstaddir
snéru sér til veggja og sumir héldu
þá kíma í kampinn. — Trékollan
reyndist gagnsósa mjög og daunill.
Þögn sló á „þingheim“. Vandræða-
legastur var hreppstjórinn, þar sem
hann stóð með hamarinn og hrepp-
stjórahúfuna, alskeggjaður öldungur,
kænn og kurteis. Hann hafði samúð
með fátæklingum byggðarinnar. Það
hafði hann þrásinnis sýnt í verki. En
þetta fannst honum ganga of langt.
Sú hugsun duldist ekki í svip hans.
Sigurður kaupmaður tók til máls
og bað menn minnast. Kvaðst hann
mundi leita réttar síns um þann at-
burð, sem hér hefði átt sér stað, og
krefjast þyngstu miskabóta.
Svo snéri hann máli sínu til Sig-
ríðar húsfreyju, sem stóð þarna
hnarreist með hendur á mjöðmum
miklum, því að hún var hvorki mittis-
mjó né mjaðmaskroppin, og leiddi ó-
vin sinn sindrandi sjónum.
„Yður hefði verið sæmra, frú Sig-
ríður,“ sagði kaupmaðurinn ískaldri
röddu, „að hvetja bónda yðar til að
standa í skilum við velgjörðarmann
yðar beggja hjóna, heldur en svívirða
hann hér í dag.“ — „Eg er ekkert
helvítis kálfsiður,“ hvæsti Sigríður
húsfreyja út úr sér og snaraðist út
úr hlöðunni.
Þegar Sigurður kaupmaður hafði
þvegið sér og endurnýjað morgun-
snyrtingu sína, var uppboðinu haldið
áfram og hafin sala á bústofninum.
Kýrin var slegin Þórði bónda í
BLik
71