Blik - 01.06.1969, Page 77
ÓLAFUR SIGURÐSSON FRÁ VINDÁSI
Ungmennafélagið Baldur, Hvolhreppi
í ljósmyndasafni Kjartans heitins
Guðmundssonar rakst ég á mynd þá,
sem fylgir grein þessari. Hún er af
nokkrum félagsmönnum Ungmenna-
félagsins Baldurs í Hvolhreppi. Með
því að ég þekkti þriðja mann í aftari
röð frá vinstri á myndinni, Olaf Sig-
urðsson að Vestmannabraut 3 hér í
bæ, kom mér til hugar að leita eftir
fræðslu hjá honum um félaga hans á
myndinni.
Nú hefur Ólafur Sigurðsson sýnt
Bliki þá velvild að skrifa dálitla grein
fyrir það um Ungmennafélagið Bald-
ur, sem hann var félagi í, og gera
um leið nokkra grein fyrir piltunum,
sem með honum eru á myndinni.
Þ. Þ. V.
Ungmennafélagið Baldur í Hvol-
hreppi var stofnað árið 1924. Áður
hafði þar starfað ungmennafélag,
sem bar nafn Stórólfs sterka á Stór-
ólfshvoli.
Forgöngumenn fyrir stofnun Bald-
urs voru þessir menn: Ólafur Berg-
steinsson, Árgilsvöllum, Sigurjón
Gunnarsson, Velli, Þorkell Jóhanns-
son, Miðkrika, og Ólafur Sigurðsson,
Vindási.
f Hvolhreppi voru 24 hæir eða
iarðir í byggð, þegar ungmennafélag
þetta var stofnað. í félagið gengu
bæði piltar og stúlkur, og urðu félag-
ar 44 þá flestir voru. Fundi hélt félag-
ið hálfsmánaðarlega frá veturnóttum
fram að áramótum.
Á ári hverju efndi ungmennafélag
þetta til 3—4 almennra skemmtana
og var ein af þeim álfadans.
Ungmennafélagið Baldur hafði góð
áhrif á andann í bygggðinni, jók
samheldni unga fólksins í hreppnum
og stuðlaði að bindindi, því að bind-
indisheit félagsmanna var í heiðri
haft.
Félagsmenn æfðu glímu og sýndu
sundáhuga sinn í verki með því að
byggja sundlaug, sem notaðist vel,
þó að frumstæð væri.
Ef veikindi steðjuðu að heimilum,
svo að erfiðleikum varð bundið að
fullnægja þörfum heimilisins utan
veggja sem innan, hlupu ungmenna-
félagarnir undir bagga, veittu heim-
ilishjálp ýmist innan bæjar eða utan
eftir ástæðum.
Stæði bóndi höllum fæti við öflun
heyja um sláttinn, veittu ungmenna-
félagarnir hjálp með vinnugjöfum
dag og dag.
Á sumrum beitti Ungmennafélagið
blik
75