Blik - 01.06.1969, Page 79
sér fyrir sameiginlegum skemmti-
ferðum unga fólksins í hreppnum.
Þá var farið á hestum inn á Þórs-
mörk eða Hraunteig, sem er skóg-
lendi vestur af Heklu, og víðar var
dvaliS stund úr degi. A þessum árum
var lítiS um bifreiSar í hreppnum
og flestar ár óbrúaSar.
Þrisvar eSa fjórum sinnum á vetri
hverjum voru fengnir fyrirlesarar,
sem fluttu okkur unga fólkinu fræS-
andi erindi. Þar má nefna SigurS
Greipsson, bónda og skólastjóra í
Haukadal, Ragnar Ásgeirsson, garS-
yrkjuráSunautBúnaSarfélags íslands,
GuSmund GuSfinnsson lækni á
Stórólfshvoli, Björgvin Vigfússon,
sýslumann á Efra-Hvoli, og Sigfús
SigurSsson, barnakennara hreppsins.
Fleiri voru fyrirlesararnir, þó aS nöfn
þeirra séu ekki nefnd hér.
UngmennafélagiS Baldur sendi
stundum efnilega íþróttamenn til
Reykjavíkur til þess aS keppa þar í
glímu, sundi og fleiri íþróttum.
Menntafólk í hreppnum var Ung-
mennafélaginu ómetanlegur styrkur,
svo sem læknishjónin á Stórólfshvoli,
— kona GuSmundar læknis var Mar-
grét Lárusdóttir, sýslumannshjónin á
Efra-Hvoli, — kona Björgvins sýslu-
manns var frú RagnheiSur Einars-
dóttir, ættuS úr BreiSdal o. fl.
Ungmennafélögin í Rangárvalla-
sýslu höfSu samtök sín á milli. Þau
samtök voru til menningar og á-
nægju, gleSi og kynningar, hjálpar
og þroska öllu ungu fólki í sýslunni,
sem þar var aS alast upp. Þessi ung-
mennafélög voru: UngmennafélagiS
Þórsmörk í FljótshlíS, Ungmennafé-
lagiS Hekla á Rangárvöllum. Og svo
voru einnig ungmennafélög undir
Eyjafjöllum og í Landsveit, þó aS
eigi séu þau nafngreind hér.
Flest þessi ungmennafélög mynd-
uSu meS sér UngmennasambandiS
SkarphéSin, sem SigurSur Greipsson
var formaSur fyrir.
Ungmennafélögin í Rangárvalla-
sýslu héldu íþróttamót aS vorinu,
ýmist aS Þjórsártúni eSa KambstaS-
arbökkum.
Hvolhreppur lánaSi Ungmenna-
félaginu Baldri barnaskólahúsiS lil
fundarhalda og skemmtana, því aS
ráSandi menn hreppsins skildu vel
hiS mikilvæga gildi ungmennafélags-
starfsins fyrir unga fólkiS í hreppn-
um og hreppsfélagiS í heild. Þá mun
Baldur hafa veriS eini félagsskapur-
inn í hreppnum.
Vertíðarmennirnir úr Ungmennajélaginu Baldri, er um rœðir í greininni. Aftari röð
jrá vinstri: 1. Ingimundur Þorkelsson, Vesti-Garðsauka — 2. Pálmi Jðhannsson, Mið-
krika ■— 3. Ólajur Sigurðsson, Vindási — 4. Helgi Jónsson, Króktúni — 5. Sigurður
Einarsson, Vestri-Garðsauka ■— 6. Jón Gunnarsson, Velli —- 7. Sigurjón Gunnarsson,
Velli — 8. Þorkell Jóhannsson, Miðkrika —• 9. lngóljur Gíslason, Laugagerði, nú til
heimilis að Hólagötu 33 hér í bœ — 10. Björgvin Guðjónsson, Brekkum. Fremri röð
jrá vinstri: 1. Halldór P. Jónsson, Króktúni — 2. Sigursteinn Þorsteinsson, Djúpadal —
3. Kári Ingvarsson, Markaskarði — 4. Sigurður Jóhannsson, Miðkrika —- 5. Sigurður
Gunnarsson, Velli — 6. Hjörleifur Gíslason, Laugagerði ■— 7. Arni Þorleijsson, Miðhúsum.
BLIK
77