Blik - 01.06.1969, Side 80
Kvenfélag var þá ekki stofnað þar.
Stofnun þess átti sér stað, eftir að
þorp tók að myndast á Hvolsvelli,
og það gerðist, þegar Kaupfélag Hall-
geirseyjar byggði verzlunarhús þar
og flutti bækistöð sína þangað.
Ungmennafélagið Baldur er enn
við lýði, og líklega er það öflugra
nú en nokkru sinni fyrr. Hið mynd-
arlega félagsheimili á Hvolsvelli er
því ómetanlegur styrkur og aflgjafi.
Þar rekur Ungmennafélagið starf-
semi sína. Þar er bækistöð þess.
Hvolhreppur er líka orðinn tvisvar
eða þrisvar sinnum fólksfleiri en
hann var, þegar Ungmennafélagið
Baldur hóf tilveru sína og starf. Því
veldur þorpið á Hovlsvelli.
Þá kem ég að myndinni, sem fylg-
ir þessum orðum mínum um ung-
mennafélagsstarfsemina í Hvolhreppi
á æsku- og duggarabandsárum mín-
um. Þau minni ylja mér og fylgja
mér til hinztu stundar.
Kjartan ljósmyndari Guðmunds-
son frá Hörgsholti tók þessa mynd af
okkur félögunum úti í Vestmannaeyj-
um á páskum 1934. Þar höfðum við
þá unnið þá vertíð.
Skal nú fyrst greint frá ferðalagi
okkar til Eyja.
Hinn 3. janúar 1934 lögðum við
af stað frá Stórólfshvoli og vorum
reiddir á hestum út að Steinslæk í
Holtum. Veður var sæmilegt.
Við gengum svo frá Steinslæk að
Kotströnd í Olfusi. Við komum þang-
að í kafaldsdrífu, en um nóttina rauk
hann upp með mikinn gadd. Um
morguninn kl. 5 fórum við frá Kot-
strönd. Áður höfðum við „brætt
hann“, því að tvísýnt var, hvort við
ættum að leggja upp, því að veður-
útlit var ískyggilegt.
Þegar við komum upp á Kamba-
brún, búnir að keifa upp Kambana
rennsveittir, var kominn brunagadd-
ur og svartabylur á norðan. — Þarna
bárum við saman ráð okkar, hvort
við ættum að snúa við eða freista
þess að komast að Kolviðarhóli.
Hið síðara var afráðið. Rifu þá tveir
okkar upp nesti sitt, og snæddum við
beingaddað kjöt og svo kökur.
Smjörið á þeim var gaddað, — og
hafði ég aldrei borðað með vettling-
um fyrr.
Snjórinn var svo mikill, að ekki
mótaði fyrir vörðunum, og ekki
hefði sézt á milli þeirra sökum
dimmviðris, þó að þær hefðu staðið
upp úr snjónum. Ekki mótaði fyrir
veginum heldur. Tókum við þá það
ráð, að við fylgdum símastaurunum.
Hver okkar bar á milli 50—60
pund (25—30 kg), — nesti okkar
og öll föt.
Sá yngsti okkar var 16 ára og sá
elzti eitthvað yfir fertugt.
Sumir okkar tóku að örmagnast á
miðri leið. Var þá tekið það ráð að
láta Helga Jónsson í Króktúni ganga
fyrstan og mig síðastan til þess að
sjá um, að enginn drægist aftur úr.
Svo rak að því að taka varð byrð-
ar af einum þrem okkar, og skiptust
hinir á að bera þær.
Kl. hálf sex um daginn komum við
að Kolviðarhóli. Það var fegins
stund. Við hjálpuðum þá hvor öðr-
78
BLIK