Blik - 01.06.1969, Page 81
um að skafa snjóinn af sér og gera
sig húsum hæfan.
Þá voru fyrir á Kolviðarhóli um
40 manns. Vakað var um nóttina við
að þurrka föt ferðalanganna.
Morguninn eftir var komin asa-
hláka, og fórum við ekki af stað fyrr
en um hádegi. Þá urðum við að vaða
Sandskeiðið í kálfa og mitt læri.
Nokkru síðar um daginn gerði út-
synnimgsbyl. Undir kvöld komum
við að Lögbergi og gistum þar um
nóttina. Þar skiptum við um föt, en
svo var kuldinn mikill í húsinu, að
við festum naumast blund um nótt-
ina. Frá Lögbergi fórum við um níu-
leytið um morguninn og komurn við
á Arbæ um tvö-leytið. Þar er nú
byggðasafnið nafnkunna.
Að Árbæ keyptum við okkur sætt
kaffi og kringlur, hvíldum okkur
þar vel og sungum mikið af ættjarð-
arsöngvum. Margrét húsfreyja, sem
þar réði húsum, varð svo hrifin af
söngnum, að hún eldaði vatns-
graut handa okkur og bar hann fram
með púðursykri. Það fannst okkur
sá bezti matur, sem við þá gátum átt
völ á. Þegar við svo ætluðum að
greiða grautinn, vildi hún ekki taka
við neinum peningum af okkur. Þá
létum við sína krónuna hver í sykur-
kar þar á borðinu.
Sumarið 1967 kom ég að Árbæ og
i stofuna, þar sem við sungum mest.
Þar sá ég sykurkarið, sem við létum
krónurnar í.
Þegar við kvöddum, þakkaði Mar-
grét okkur fyrir sönginn og kyssti
okkur á kinnina hvern og einn.
Síðan þrömmuðum við niður í
Reykjavík og beina leið um borð í
Lýru, sem fór kl. 8 um kvöldið til
Vestmannaeyja. Á leiðinni lágum við
allir í lest og komum kl. 3 daginn
eftir til Eyja í austan stórviðri, svo
að knappast var hægt að flytja fólkið
í land fyrir Eiðið. Farið frá Reykja-
vík til Eyja kostaði þá 7 krónur.
Að heiman fór ég með 30 krón-
ur í vasa. Þær hafði ég fengið að láni
í Sparisjóðnum í Garðsauka hjá Sæ-
mundi „sparisj óðshaldara“. Þetta
þóttu þá miklir peningar til ferðar-
innar. Ég hafði selt Sparisjóðnum
víxil, sem Helgi læknir Jónasson
hafði skrifað upp á. Af þessum 30
krónum átti ég 11 krónur eftir, þegar
ég steig á land í Eyjum.
Á vertíð tók ég enga peninga upp
í kaupið mitt fyrr en á lokadag, en
ég var sérlega heppinn um veturinn.
Aflahluturinn nam 1250 krónum, og
þóttu það miklir peningar þá. Auk
þess fékk ég fæði og húsnæði endur-
gjaldslaust en fyrir það hvorttveggja
var venjulega greitt þá kr. 65,00 á
mánuði.
Við, sem á myndinni erum, dvöld-
umst allir við vertíðarstörf í Vest-
mannaeyjum 1934, og óska ég nú að
gera nánari grein fyrir hverjum okk-
ar eftir því sem ég veit sannast og
réttast. (Sjá bls. 77).
BLik
79