Blik - 01.06.1969, Page 82
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Fjallamenn í verzlunarferð til Vestmannaeyja
Þegar leið fram á vorið 1867,
hugðu bændur undir Eyjafjöllum til
verzlunarferðar til Vestmannaeyja.
TíS var óþurrkasöm; þaS seinkaSi
því, aS ullin næSi aS þorna og verSa
gild verzlunarvara.
Þegar langt var liSiS fram í júní-
mánuS og sumir bændur höfðu loks
lokið viS að þurrka meginið af ull-
inni, ókyrrði sjó og tók af leiði, svo
að dögum skipti.
Loks með óttugeislum miðsumar-
sólarinnar aðfaranótt 1. júlí ýttu
Fjallamenn úr vör og héldu vestur
með ströndinni í átt til Eyja.
Verzlunarferð þessi hafði verið
undirbúin vel og lengi. BændurhöfSu
flutt afurðir sínar að skipi, svo að
þær væru tiltækar til útskipunar, þeg-
ar gæfi, nema þá þeir, sem ekki
höfðu meira að selja eða verzla fyrir
í Eyjum en sem svaraSi klyfjum á
einn eða tvo hesta.
Daginn áður, 30. júní, var boð lát-
ið ganga um byggð Út- og Austur-
fjalla og Vestmannaeyjaferðin til-
kynnt, Jjví að afráðið hafði verið
samskipsflot bænda úr báðum byggð-
um eða hreppum að þessu sinni.
Hér dömluðu undir seglum í aust-
anblænum þekktir bændur og kunnir
80
búaliðar a. m. k. í allri Vestur-Skafta-
fellssýslu. Sumum Jjarna innan borðs
hafði einnig verið faliS að reka er-
indi búandmanna austur í Mýrdal, er
til Eyja kæmi, svo sem unglingnum
frá Steinum,Guðmundi Þórarinssyni.
Ekki er úr vegi aS nafngreina
nokkra þeirra, sem þarna sigldu til
Eyja til þess að reka þar vöruskipta-
verzlun eins og svo mörg umliðin ár.
Einnig kýs ég að geta um nokkra af-
komendur þessara Fjallabænda eða
þessa Fjallafólks, — þeirra, er meS
aldri og þroska settust að í Vest-
mannaeyjum, verstöðinni og verzlun-
arstaðnum, og urðu síðan gildir þætt-
ir í hinum traustu ættarböndum og
vinskapartengslum, sem jafnan hafa
haldizt milli Eyjafólks og Fjallafólks
um langan aldur, líklega frá upphafi
fastrar búsetu í Eyjum.
1. Þar skal fyrstan á Fjallaskipinu
nefna Kjartan Guðmundsson, sjálfs-
eignarbónda í Drangshlíð. (Síðar
löngu kallaði hann bæ sinn Drang-
hlíðardaD- Kjartan bóndi var afi
Marinós heitins GuSmundssonar
kaupmanns aS Brimhólabraut 1 hér
í bæ; Kjartan smiðs Jónssonar að
Faxastíg 8 og frú Sigríðar Jónsdótt-
ur að Vesturvegi 17B.
BLIK