Blik - 01.06.1969, Page 83
2. Símon Símonarson, þá sagður
vinnumaður í Hlíð undir Eyjafjöll-
um, síðar kunnur bóndi að Steinum
um árabil. Símon bóndi var faðir
Olafs heitins Símonarsonar, sem hér
lifði og starfaði á sínum tíma, verka-
maður til heimilis að Strandvegi 37.
Sonur hans er samborgari okkar
Guðni Olafsson, póstmaður að Faxa-
stíg 31 hér í bæ.
3. Jón Einarsson, þá talinn bóndi
á Yzta-Skála, en var í rauninni ráðs-
maður föður síns, Einars bónda og
Dannebrogsmanns Sighvatssonar, er
enn bjó ekkjumaður, enda þótt hann
væri hálf áttræður, þegar hér er kom-
ið tíð og tíma. „Fyrir framan“ hjá
hinum aldraða bónda var Arnlaug
dóttir hans. Hún var þá ekkja 29 ára
og átti tvö börn. Hún hafði verið
gift Jóni Arnbjörnssyni bónda á
Núpi, er lézt 1861, aðeins 34 ára
gamall. Hinn merki bóndi að Yzta-
Skála, Einar Sighvatsson, lézt 1878,
þá 86 ára að aldri.
4. Olafur bóndi Guðmundsson í
Hrútafellskoti, afi Eymundar Guð-
mundssonar að Hásteinsvegi 35 hér
í bæ og frú Ölafar húsfreyju að
Sléttabóli í Landeyjum og þannig
langafi frú Valgerðar konu Guðna
B. Guðnasonar, kaupfélagsstjóra hér.
5. Halldór Jón Stefánsson, bóndi
á Rauðafelli, síðar bóndi í Steinum,
faðir Lárusar heitins Halldórssonar
(skírður var hann Larits), sem
kenndur var við Völl hér í bæ, —
hús, sem stóð á lóð þeirri, er Utvegs-
bankinn byggði á stórhýsi sitt, á
horni Vestmannabrautar og Kirkju-
vegar. Síðustu æviár sín hér átti Lár-
us Halldórsson heima í húsinu Gunn-
arshólma við Vestmannabraut, þar
sem Sigmundur Andrésson, bakara-
hlik b
81