Blik - 01.06.1969, Side 84
meistari, hefur nú byggt brauðgerð-
ar- og íbúöarhús sitt.
Börn Lárusar Halldórssonar voru
búsett hér um eitt skeið. Halldór Jón
Stefánsson, bóndi, var afi Halldórs
Jóns Einarssonar, sem um árabil bjó
að Skólavegi 23 hér og var kvæntur
frú Elínu Sigurðardóttur.
6. Sveinn bóndi Einarsson í Nýja-
bæ, afi Sighvats útgerðarmanns og
forstjóra að Asi hér Bjarnasonar,
með því að frú Arnlaug Sveinsdóttir,
móðir forstjórans, var dóttir Sveins
Einarssonar l)ónda í Nýjabæ.
7. Sveinn Sigurðsson bóndi í
Skarðshlíð. Sonur hans var Einar
Sveinsson, bóndi í Þorlaugargerði
hér í byggð og umsjónarmaður
barnaskólans, er við hjónin fluttum
hingað fyrir 42 árum. Sonur hans er
hinn góðkunni Eyjabúi Hjörtur Ein-
arsson á Geithálsi.
Sveinn bóndi í Skarðshlíð var afi
Elínar heitinnar Sigurðardóttur,
konu Halldórs Jóns Einarssonar,
fyrrv. útgerðarmanns og svo verk-
stjóra hér í Eyjum. Heimili þeirra
hjóna var að Skólavegi 23.
Elín sál. var systir Björns verka-
manns Sigurðssonar að Brekastíg 16
og Arna verkamanns Sigurðssonar
að Vesturvegi 17 B.
Mörg voru þessi systkin og fleiri
búsett hér í Eyjum, t .d. Líney heitin
móðir Trausta Eyjólfssonar, fyrr
bónda að Volaseli í Lóni, nú hótel-
stjóra hér í kaupstaðnum.
Mig langar til að fara hér nokkr-
um orðum um Einar Sveinsson
bónda í Þórlaugargerði. Hann er
mér sérstaklega minnisstæður. Þessi
orð mín verða eilítið innskot hér í
frásögn mína. Gætu þau eins staðið
neðanmáls.
Fyrstu árin mín hér í Eyjum starf-
rækti ég Unglingaskóla Vestmanna-
eyja, sem breytt var í gagnfræða-
skóla með sérstökum lögum 1930, í
barnaskólahúsinu. Þá reyndi töluvert
á samvinnu okkar Einars Sveinsson-
ar, umsjónarmanns skólans og kynd-
ara. Ég veitti því ekki athygli þá
strax eins og síðar, að aldrei kom til
sundurlyndis milli hans ogfyrirferða-
mikilla stráka í skólanum, sem þó
létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna
og skeyttu lítið um það, þó að þeir
brytu lög og reglur, gerðu af sér
óknytti o. s. frv.
Hvernig gat á því staðið, að þeir
virtust aldrei gera þessum bónda-
manni hið minnsta til miska, og var
hann þó ekki mikill fyrir sér eða
mikill fyrir manni að sjá. Eg komst
að dálítilli sérkennilegri niðurstöðu.
Góðmennskan og hógværðin skein
svo af þessum aldraða bónda, að það
var sem enginn vildi eða treysti sér
til að ganga í berhögg við hann eða
gera honum til miska í einu eða
neinu. Jafnvel hinir ófyrirleitnustu
strákar sátu þá á strák sínum.
Svo kom þar maður í manns stað.
Þá breyttist allt í þessum efnum.
Hvern dag næstum að segja stóð ég
í stríði vegna hrekkja og stríðni ó-
fyrirleitnustu strákanna við hinn
nýja umsjónarmann. Þetta reyndi
mest á mig, því að ég hafði oft einn
míns liðs kennslustörf í skólahúsinu
82
BLIK