Blik - 01.06.1969, Side 85
síðari hluta dagsins og að kvöldinu,
þegar barnaskólinn var hættur hin-
um daglegu störfum. Fyrr komumst
við ekki til starfa þar.
Sonur Sveins bónda Sigurðssonar
í Skarðshlíð var m. a. Valtýr, faðir
Jóns heitins Valtýssonar á Kirkjubæ
og frú Auðbjargar heitinnar á Garð-
stöðum í Eyjum.
8. Sigurður Björnsson, vinnumað-
ur séra Kjartans Jónssonar að Ytri-
Skógum. Vinnumaðurinn annaðist
vöruskiptaverzlunina þennan dag fyr-
ir húsbónda sinn, hinn kunna sókn-
arprest Austur-Eyj afj allamanna.
9. Sveinn Pálmason, bóndi í
Björnskoti, afi Arna heitins Jónsson-
ar að Vestmannabraut 63A, fyrrum
starfsmanns Tangaverzlunar hér í bæ
um tugi ára.
Sveinn hóndi í Björnskoti var
einnig afi frú Gunnhildar Guðmunds-
dóttur, konu Björgvins Pálssonar
verkstjóra að Hvoli við Heimagötu
(nr. 12) hér í bæ. Frú Gunnhildur
er dótturdóttir Sveins bónda Pálma-
sonar.
Fleiri voru Fjallabændur á skip-
inu, sem sigldi vestur til Vestmanna-
eyja milli óttu og dagmála 1. júlí
1367, svo sem Sigurður bóndi Eyj-
ólfsson á Núpi, Sveinn Arnoddsson
bóndi á Hrútafelli, Sigurður bóndi
Runólfsson í Yztabæliskoti o. fl. Van-
þekking mín veldur því, að ekki er
grein gerð fyrir afkomendum þeirra
að einhverju leyti. Vel má vera, að
einhverjir afkomendur þeirra séu eða
hafi verið búsettir í Eyjum, þótt mér
sé ekki um það kunnugt.
10. Sízt vil ég láta undir höfuð
leggjast að geta nokkurs einu kon-
unnar, sem sigldi á Fjallaskipinu til
Vestmannaeyja að þessu sinni. Það
var ekkjan Margrét Jónsdóttir í
Steinum, fyrrverandi ljósmóðir þar.
Hún var langamma Ársæls Sveins-
sonar útgerðarmanns á Fögrubrekku.
Það mun verða þannig rakið: Jón
bóndi á Leirum var sonur Margrétar
ljósmóður. Sonur hans var „Sveinn
í Völundi“, er áður bjó að Sveins-
stöðum í Eyjum, þá kvæntur Guð-
rúnu Runólfsdóttur. Arsæll Sveins-
son er sonur þeirra hjóna. Isleifur
Jónsson í Nýjahúsi hér var annar
sonur Jóns bónda á Leirum. Afkom-
endur hans eru líka búsettir í Eyjum,
svo sem frú Rósa, kona Einars smiðs
Illugasonar.
Margrét ljósmóðir Jónsdóttir var
69 ára, er hún fór þessa verzlunar-
ferð til Eyja. Hún var ekkja Helga
bónda Guðmundssonar að Steinum
undir Eyjafjöllum. Þau hófu búskap
á einni Steinajörðinni um 1830 og
þóttu ávallt merk hóndahjón og mik-
ilhæf á þess tíma mælikvarða. Eftir
að Margrét ljósmóðir missti mann
sinn (líklega 1862) bjó hún áfram
að Steinum og þá með syni sínum
Guðmundi, sem kvæntist Margréti
Eiríksdóttur. Þau bjuggu í búi Mar-
grétar ljósmóður ,meðan Guðmundi
Helgasyni entist aldur. Eftir það
dvaldist Margrét ljósmóðir hjá
tengdadóttur sinni til ársins 1888, er
hún fluttist að Leirum til Jóns Helga-
sonar, sonar síns. Þar lézt hún 29.
des. 1890, 92 ára gömul.