Blik - 01.06.1969, Page 87
síðustu vertíð, svo að ekki var langt
liðið frá dvöl þeirra þar, en flestir
aðrir höfðu ekki sézt þar síðan haust-
ið áður eða á fyrra sumri, og enn
aðrir aldrei til Eyja komið fyrr. Þeim
var verzlunarferðin ævintýri.
Þarna ríkti meðal fólksins, Eyja-
búa og aðkomumanna, gagnkvæmur
hugur til hjálpar og fyrirgreiðslu.
Og margt heimilið í Eyjum stóð nú
opið komnum aufúsugestum, matur
á borði, og svo kaffi og kandís með.
Sumir þágu „tár“ í tilbót.
Og síðan hófst verzlunin. Þá var
byrjað á því að hafa tal af verzlun-
arstjóranum, umráðamanni einokun-
arkaupmannsins, gefa honum upp,
hvaða afurðir þeir kæmu með að
þessu sinni til skipta fyrir búðarvarn-
inginn, og svo hvort ekki fengist
nokkurt vörulán, reikningslán, þar
til með haustinu, að bændurnir kæniu
aftur í verzlunarstaðinn og þá með
kjöt og aðrar sláturafurðir, t. d. tólg
og gærur.
Hér var verzlunarstjóranum vandi
á höndum. Hverjum var óhætt að
lána og hverjum ekki? Auðvitað gat
presturinn fengið lán eftir þörfum og
svo góðbóndinn Kjartan í Drangs-
hlíð, þó að hann hefði aðeins lítið
eitt af afurðum með sér að þessu
sinni: 6 pund af hvítri ull, 3 pund af
tólg, 11 pund af löngu vel verkaðri
og svo nokkur pund af saltfiski og
harðfiski. Verzlunarstjórinn, Jóhann
P. Bjarnasen, þekkti Kjartan bónda
að hagsýni og myndarskap í bú-
rekstri, þó að bú hans gæti ekki talizt
stórt. Honum var óhætt að lána. Út-
tekt hans varð því mikil að þessu
sinni og skuldin æðistór, þegar lokið
var. Meðal annars, sem Kjartan
bóndi fékk skrifað, voru 10 pund (5
kg) af kaffi, 5 pund af kandís, 5 pund
af rjóli eða óskornu neftóbaki, 2
pund af indigolit og 20 potta (20
lítrar) af brennivíni.
Presturinn sjálfur, séra Kjartan í
Ytri-Skógum, fékk líka úttekt eftir
þörfum: Hálfa tunnu af baunum,
eina tunnu af kolum, 10 pund af
kaffi, eitt pund af rullu (munntó-
baki), eitt pund af hellulit og 40
potta af brennivíni. — Þá tók prest-
ur út í reikning kirkju sinnar 200
,.kirkjubrauð“ og marga potta af
messuvíni, sem þá var kallað kirkju-
vín. Ekki tók prestur allar þessar vör-
ur út í skuld, því að nokkrar afurð-
ir hafði vinnumaður hans meðferð-
is, svo sem nokkuð af saltfiski, 256
pund af hvítri ull, 144 pund af tólg
og slatta á kút af sj álfbráðnu þorska-
lýsi.
Olafur bóndi í Hrútafellskoti hafði
lítið meðferðis af afurðum bús síns.
En hann hafði stundað sjó í Eyjum
síðustu vertíð (1867) og selt Bryde
allan aflahlutinn sinn. Átti hann því
nokkra innstæðu, er hann hóf úttekt
sína. Hann tók út hálfa tunnu af kol-
um, eina tunnu af rúgi, hálfa tunnu
af bankabyggi, 4 pund af kaffi, eitt
pund af kandíssykri, kvartpund af
molasykri og 2 potta af brennivíni.
Meðferðis hafði bóndi lítið eitt af
tólg og ull.
Sigurður bóndi í Yztabæliskoti
hafði með sér æðimiklar sjávaraf-
85
blik