Blik - 01.06.1969, Page 88
urðir í þetla sinn sein oftar til inn-
leggs hjá einokunarkaupmanninum,
svo sem saltfisk, harðfisk, löngur og
nýjan fisk, sem bóndinn hafði aflað
daginn áður en hann lagði upp í
verzlunarferðina. Uttekt hans að
þessu sinni var eins og hér segir:
Hálf tunna af byggi, hálf tunna af
rúgi, 2 pund kaffi ,hálft pund kandís,
hálft pund melis (molasykur), hálft
pund af munntóbaki og svo eilítið
af „cichorie“ eða kaffibæti.
Og þessu lík var úttekt annarra
Fjallabænda þennan fagra sumardag
í Eyjum.
Sumir keyptu þó nokkur pund af
járni og stáli, þeir sem smíðuðu ljái,
skeifur og torfljái fyrir nágrannana.
Ljáirnir voru einjárnungar lagðir
stáli til eggjar, þegar það var hægt.
Skaflaskeifurnar voru settar stál-
broddum. Þessir járnsmiðir keyptu
einnig kol í stærri stíl en venjulegir
bændur til þess að hita við járnið.
T. d. keypti Sveinn bóndi Arnodds-
son 19% pund af járni, 2þ4 pund af
stáli og 61/2 kút af kolum.
Og svo voru það hinir, sem ekkert
lánstraust höfðu.
Þegar búðarmaður einokunarverzl-
unarinnar leit á „bevísana“ frá verzl-
unarstjóranum, stóð á einum þeirra:
„Meget lidt“. Það vissi hann að
þýddi: Aðeins lítið lán, örlítið lán.
Á öðrum miða stóð: „Skd afbe-
tala gjælden med Fisk i Verttiden“.
Það hafði bóndi skuldbundið sig til,
ætti hann að fá lítilsháttar lán.
Á þriðja miðanum stóð: „Intet
Laan“. —- Hvað átti svo þessi Fjalla-
bóndi að taka til hragðs, hann, sem
ekkert lánstraust hafði? Heim gat
hann naumast komið allslaus, og
heimilið hjargarvana undan vetri og
vori. Bóndinn hafði engar afurðir
með sér. Ullin ekki orðin þurr. Þó
gat hann ekki frestað kaupstaðarferð-
inni sökum vöntunar á flestum
neyzluvörum heima.
Og svo var það eina konan, sem
flaut með Fjallabændum í kaupstað-
inn að þessu sinni, Margrét Jóns-
dóttir, Ijósmóðir, ekkja í Steinum,
kunn sómakona hin mesta, en fátæk
og umkomulítil. Hafði hún láns-
traust? Nei, enda átti hún lítið hú,
fátæk öldruð kona.
Á miðanum hennar stóð: „Lidt
Laan“. Að öllum líkindum hefur
„Faktorinn“ ekki viljað klippa alveg
fyrir öll lán til hennar, af því að hún
hafði með sér eitt skippund (160 kg)
af saltfiski og örfá pund af hvítri ull.
Hann gat misst af þeim afurðum með
algjörri neitun. Ennfremur gat mann-
úðarkennd hafa ráðið þar nokkru
um hjá „Faktornum“.
Nú voru góð ráð dýr fyrir bænd-
urna, sem ekkert lánstraust höfðu,
ekkert fengu að skulda, þó ekki væri
nema til haustsins eða næstu vertíð-
ar.
Eina úrræðið var að leita hjálpar
hjá Eyjabændum. Margir Landeyja-
bændur þekktu Árna bónda Diðriks-
son í Stakkagerði, því að hann var /
ættaður og runninn úr Landeyjunum.
Þar átti hann marga frændur og vini.
Þangað áttu Landeyingar auðsótta
hjálp og fyrirgreiðslu. Ymsir Fjalla-
86
BLIK