Blik - 01.06.1969, Síða 89
bændur áttu þar einnig vísa velvild
og hjálpsemi. Það notfærðu þeir sér
vissulega í nauðum sínum. En hjálp
Arna bónda kostaði vitaskuld greiðsl-
ur, kjöt og kindur á fæti fyrir vörur
úr húð einokunarkaupmannsins skrif-
aðar á reikning hans.
Hjá bóndanum og útgerðarmann-
inum, formanninum og hreppstjór-
anum í Stakkagerði var öllu vel til
haga haldið. Allar vöruúttektir Land-
bænda skrifaði hann kyrfilega niður
í vasabók sína og svo voru þar skráð-
ar kindurnar, sem hann fékk frá
þeim í staðinn. Litinn á kindunum
skráði hann þar og eyrnamarkið.
Síðan kom hann þeim til heitar í út-
eyjarnar. Þar átti hóndinn í Stakka-
gerði jafnan margt sauða og áa. Meg-
in hluta þess fjár hafði hann eignast
í skiptum fyrir búðarvarning og eign-
aðist árlega um árabil. Dæmi um
einkenni skráð í minnisbók: „Hvít-
hnýflóttur sauður þriggja vetra, —
mark: „stíft hægra og gagnbitað og
hamarskorið vinstra, og svo með eig-
in brennimarki, komið til beitar í
Ellirey (Elliðaey). Svartbíldótt ær
með hvítum hrút; hún brennimerkt
en lambið hornmarkað. Eyrnamark:
„tvístíft framan hægra og tveir bitar
vinstra, annar framan en annar aft-
an, eða þá fjaðrir. í Álsey“.
Allt var þetta fé skráð í vasabækur
bónda, þar sem skuldareikningar
bændanna voru skráðir fyrir og þar
var svo reikningsstaðan sýnd hverju
sinni. Allar kindurnar reiknaðar til
innleggs á gangverði.
Ekki gat hjá því farið, að Árni
bóndi tapaði nokkru fé í þessurn
skulda- og vöruskiptum. Þegar hann
fór að eldast og ergjast, fóru töpin
meir á sálarlífið en fyrr á árum. Bar
þá minnisbók hreppstjórans þessi
einkunnarorð: „Gerðu illum gott og
þakkaðu guði hann drepur þig ekki.“
Nokkrir bændur undan Eyjafjöll-
unum leituðu ásjár eða hjálpar hjá
Þorsteini Jónssyni bónda í Nýjabæ
og þeim hjónum. Þorsteinn bóndi var
ættaður úr Dyrhólahreppi og fannst
honum því renna blóðið til skyldunn-
ar að hlaupa undir bagga með skaft-
fellsku bændunum, þegar „Factor-
inn“ þorði ekki að lána nauðþurft-
irnar og þeir höfðu í fátækt sinni
engan kaupeyri, engar búvörur eða
sjávarafurðir, til þess að láta af
hendi fyrir búðarvarninginn.
En hvert gat svo ekkjan í Steinum,
Margrét Jónsdóttir, flúið til þess að
leita sér hjálpar? Ekki þekkti hún
Árna bónda og útgerðarmann í
Stakkagerði. Nei, það gerði hún
vissulega ekki. Samt voru henni ekki
allir vegir lokaðir. Ein var sú kona
í Eyjum, sem ættuð var og upprunri-
in úr Skaftafellssýslu og átti gott
bú, sat í góðum efnum. Hún var líka
kunn að hj álpsemi við nauðleitar-
fólk, hjó yfir hjartahlýju og fórnar-
lund. Þessi kona var húsfreyjan í
Austurbænum á Vilborgarstöðum,
Guðfinna Jónsdóttir Austmann, kona
Árna hreppstjóra Einarssonar. Á
hennar náðir flúði nú ekkjan í Stein-
um og fékk deildan verð í ríkum
mæli. Bæði fékk hún búvarning úr
heimili þeirra Vilborgarstaðahjóna
blik
87