Blik - 01.06.1969, Side 94
Þórisholti í Mýrdal til verzlunarstjóra
Austurbúðarinnar, Jóhanns P.
Bjarnasen og hljóðaði á þessa leið:
„Herra Factor Jóh. Bjarnasen,
V estmannaeyj um.
Háttvirti, góði herra.
Eg er nú skuldugur kaupamanni
kaup frá þessu blessaða vori og verð
ég að borga það í korni að nokkru
leyti. I þessu skyni verð ég að biðja
yður að gjöra svo vel að hjálpa mér
um eina tunnu af rúgi, og á að veita
henni móttöku piltur frá Steinum,
Guðmundur Þórarinsson að nafni,
því að ég er skuldugur húsbónda
hans um hana, þar eð frá honum var
kaupamaðurinn, en ég er á ferðalagi
hér, er ég skrifa þetta bréf, og hentar
mér því ekki að fara sjálfur til Eyja
að þessu sinni.
En auk þessa verð ég að reyna,
hvað þér getið verið góður við mig
með því að biðja yður um mikið
meira. Upp á bráðan tíma liggur mér
á annarri rúgtunnunni til, ef þér gæt-
uð hjálpað mér, og vona ég að pilt-
urinn Guðmundur, sem ég nefndi,
veiti henni einnig móttöku eða sjái
um hana til skips fyrir mig. Og af
því að flest virðist fremur ískyggilegt,
að minnsta kosti að fjósin muni ekki
gefa mikla mjólk, ef spretta verður
svo lítil sem horfur eru á, þá bið ég
yður að gjöra svo vel að ætla mér
eina til tvær rúgtunnur einhvern tíma
í haust.
Ef ég skyldi verða svo skuldugur,
að þér árædduð ekki að lána mér
svona mikið, þá bið ég yður að lofa
92
mér að vita það til þess að ég leitist
við að finna þá önnur úrræði.
Fyrirgefið þessar flýtis- og kvabb-
línur.
Yðar elskandi skiptavinur
Einar Jóhannsson.“
Og verzlunarstjórinn skrifaði á
haus bréfsins: „Modtaget den lste
juli 1867. Udlaanest 6 Skæpper Rug
og 2 Skæp. Bankebygg.
Pilturinn frá Steinum arkaði síð-
an með bréfið til verzlunarþjónsins
við einokunarverzlunina og fékk
kornvöruna afhenta þar samkvæmt
„bevísnum“, sem bréfið hafði breytzt
í.
Hitt bréfið, sem Guðmundur Þór-
arinsson hafði meðferðis, var frá
séra Magnúsi Hákonarsyni ,sóknar-
presti í Vík í Mýrdal. Það var stíl-
að til Thomsens kaupmanns í Mið-
búðinni í Eyjum. Að einu leyti var
það bréf markvert og þess vegna
birt hér. Það sannar okkur, að Jón
forseti hefur annast útvegun og inn-
kaup bóka í Kaupmannahöfn til
handa ýmsum menntamönnum í
landinu og sent bækurnar heim með
verzlunarskipunum. Þarna sannast,
að hann hefur sent séra Magnúsi
Hákonarsyni í Vík bókaböggul með
verzlunarskipinu til Vestmannaeyja
og falið E. Thomsen kaupmanni að
koma honum til skila austur í Vík
samkv. beiðni sóknarprestsins.
Með bréfi þessu þakkar presturinn
verzlunarstjóranum fyrir bókasend-
inguna, um leið og hann viðurkenn-
ir móttöku hennar. Þá þakkar prest-
BLIK