Blik - 01.06.1969, Side 95
ur verzlunarstjóranum einnig fyrir
súkkulaðið, sem verzlunarstj órinn
hafði gætt prestsmaddömunni á,
konu séra Magnúsar, frú Þuríði
Bjarnadóttur frá Þykkvabæ í Alfta-
veri, dóttur Bjarna Jónssonar klaust-
urhaldara þar. Innileg vinátta var
jafnan rikjandi milli prestsins og E.
Thomsens kaupmanns.
Hér kemur svo meginefni bréfsins,
ýmist orðrétt eða endursagt og staf-
rétt, eins og það var skrifað »á
dönsku:
„Höistærede herrKjöpmandThom-
sen.
Ærebödigst Tak for Deres gode
Besögelse af en Pakke Böger til mig
fra Arckivar (skjalaverði) j. Sig-
urdson for hvis vigtige Modtagelse
jeg herved giver Dem min Tilstaaelse
66
Bréfi þessu fylgdi smjörböggull til
kaupmannsins, „overmaade lille Ube-
tydelighed Græssmör for Deres egen
Mund með oprigtige Onske, at same
maatte finne deres Behag i lignende
Grad som Deres Chocolade hidsendtet
har fundet Hennes Mund . .
Að lokum æskir prestur þess, að
kaupmanninum mætti þóknast að
veita hinum trúverðuga vinnumanni
sínum, Magnúsi Brandssyni, vörulán
fyrir 5—10 dali, ef hann skyldi bera
upp við kaupmanninn þá bæn sína.
Býðst prestur til að vera ábyrgðar-
maður fyrir þeirri úttekt, svo lengi
sem Magnús Brandsson sé vinnumað-
ur hans.
Síðast biður prestur kaupmanninn
að fyrirgefa sér það, hvað bréfið er
flýtislega skrifað. Tíminn er naumur,
segir hann. Prestur segist vera á leið
til Reykjavíkur í mikilvægum erind-
um og hafi komið við í Steinum á
leið suður.
Skjóta má því hér inn, að erindi
prestsins til Reykjavíkur að þessu
sinni, er vitað. Hann var að leggja
drög að því að fá veitingu fyrir Stað
í Steingrímsfirði. Þá veitingu fékk
hann árið eftir (1868) og fluttist bú-
ferlum norður að Stað árið 1869.1
Þegar svo Guðmundur Þórarins-
1 Séra Magnús Hákonarson fæddist að
Eyri í Skutulsfirði 16. ágúst 1812. Foreldr-
ar hans voru séra Hákon prófastur Jónsson
og kona hans maddama Helga Arnadóttir
frá Meirihlíð í Bolungarvík. Séra Magnús
bar nafn Magnúsar Stephensen dómstjóra
í Viðey. Hann las við Háskólann í Kaup-
mannahöfn veturinn 1834—1835 og las
guðfræði nokkurn hluta þess vetrar, en
lauk aldrei prófi í henni. Samt fékk hann
vígslu að Miklaholtsprestakalli vorið 1845
eftir að hafa gegnt skrifstofustörfum í
skrifstofum Stephensensættarinnar. Sumar-
ið 1854 fékk séra Magnús Hákonarson
Reynisþing í Vestur-Skaftafellssýslu og
fluttist þangað árið eftir. Þar var hann
prestur í 14 ár eða þar til hann fluttist
norður að Stað í Steingrímsfirði. Bréfið,
sem hér er rætt um, vottar, að séra Magnús
Hákonarson er enn búsettur í Vík í Mýr-
dal sumarið 1867, og mun því ártalið í Is-
lenzkum æviskrám um flutning séra Magn-
úsar eitthvað hafa ruglazt.
Séra Magnús Hákonarson þótti knæfur
íþróttamaður á yngri árum og sterkur með
afbrigðum. Hann var skáldmæltur og söng-
hneigður og haft á orði, hversu mælskur
hann var og ræður hans snjallar og kjarn-
yrtar.
Séra Magnús lézt að Stað í Steingríms-
firði 28. apríl 1875. Dauðamein hans var
taugaveiki.
blik
93