Blik - 01.06.1969, Qupperneq 96
son frá Steinum hafði lokið verzlun-
arerindum sínurn þennan dag, rölti
hann með fataskjattann sinn á bak-
inu og kistilinn undir hendinni aust-
ur á Kirkjubæ til hjónanna, sem hann
var ráðinn vinnumaður hjá. I þeirri
vist var hann síðan næstu þrjú árin
eða til vorsins 1870. Þá í fardögum
réðst Guðmundur Þórarinsson vinnu-
maður til héraðslæknishjónanna í
Landlyst, Þorsteins Jónssonar og
Matthildar Magnúsdóttur.
Dálítið sérlegt olli því, að pilturinn
frá Steinum, nú tvítugur að aldri,
dróst að Landlyst í vinnumennskuna
þar.
Svo er mál vaxið, að í byrjun ver-
tíðar 1870 gerðist vinnukona hjá
héraðslæknishjónunum stúlka nokk-
ur frá Borgareyrum í Rangárvalla-
sýslu. Sú hét Guðrún Erlendsdóttir,
ráðsett stúlka og aðlaðandi að vinnu-
piltinum á Kirkjubæ fannst. Guðrún
Erlendsdóttir var fædd 1. febr. 1841
og þannig 9 árum eldri en Guðmund-
ur vinnumaður, sem nú neytti illa
svefns eða matar af ást til hennar.
Það bar svo við í vertíðarönnun-
um 1870, að þau nálguðust hvort
annað, felldu hugi saman, þó að dult
færi í fyrstu. Leikur einn var það
þá í Eyjum að leyna öllu ástarmakk-
inu í fámenninu og myrkurhulunni á
þeim tíma árs. Ekki einu sinni hér-
aðslæknirinn hafði nokkurn grun
um ástaróra og amorsfundi vinnu-
konunnar sinnar, hennar Guðrúnar
Erlendsdóttur, og var hann þó jafn-
an allra manna gleggstur á flest
mannlegt og þótti stundum sem hann
sæi gegn um holt og hæðir, „Eyja-
jarlinn“. Þar fór saman vit og þekk-
ing.
Og svo var það á einum leynifund-
inum, að þau réðu það með sér, að
unnustinn léti orð að því liggja við
héraðslækninn í Landlyst, að hann
hefði hug á að gerast vinnumaður
hans. Héraðslæknirinn reyndist óð-
fús og allt var að lyktum rætt og
ráðið, því að Guðmundur vinnu-
maður Þórarinsson á Kirkjubæ fékk
bezta orð hjá húsbændum sínum
fyrir staka reglusemi, handlagni í
verkum sínum og geðprýði í allri
umgengni. Betri kosti vinnuhjús gat
læknirinn naumast kosið sér, hann,
sem varð að sjá svo margt í búskap
sínum með annarra augum sökum
læknisanna og hreppsmálaamsturs,
oddviti um tugi ára, og svo settur
sýslumaður, þegar svo bar undir.
Þannig atvikaðist það, að Guð-
mundur Þórarinsson frá Steinum
fluttist frá Kirkjubæ að Landlyst
vorið 1870 og réri á útvegi héraðs-
læknisins um sumarið. Hann reyndist
síðan læknishjónunum ötult og trútt
hjú og þau bæði, Guðrún og Guð-
mundur. Og hinn skæri ástarlogi log-
aði skært í Landlyst báðum hjúun-
um til eflingar og yndis, sérstaklega
þar á loftinu, og hinum góðláta lækni
og glettna til græskulausrar kímni í
orði og brosum.
Þannig liðu misserin í sæld og
unaði þarna á Landlystarloftinu
með þeim ógiftu, og örlögin spunnu
þeim vefina sína, og spádómarnir
voru þeim hliðhollir, því að mann-
94
BLIK