Blik - 01.06.1969, Side 97
gerðirnar voru góSar og giftudrjúg-
ar og framtíðin skein við þeim.
Þau voru bæði alin upp í guðsótta
og góðum siðum og sóttu kirkju iðu-
lega og af trúrækni. Þar prédikaði
fulltrúi réttrrúnaðarins af stólnum,
m. a. algjört skírlífi með öllum ó-
vígðum ástaraðilum. Allt þvílíkt
skyldi í heiðri haft og helgun vígt,
þar til vígslan hefði fram farið. I
þessu sem svo mörgu öðru færi
heimur versnandi eins og alltaf, sagði
prestur. Já, lengi gat hann versnað!
Vissulega heyrðu þau prédikun
prestsins og boð, vinnuhjúin í Land-
lyst, en freistingin! — Guð hjálpi
þessum viljaveiku og ístöðulitlu sál-
arkornum í þessum efnislíkama full-
um af syndsamlegum vökvum og ó-
hreinum vessum! Þau voguðu ekki
að líta hvort til annars í kirkjunni,
skötuhjúin ástfangnu í Landlyst.
Guðrún Erlendsdóttir vinnukona í
Landlyst var tekin að gildna undir
belti svo að séð varð, þegar leið fram
á útmánuði 1872. Ekki fóru læknis-
hjónin í grafgötur með það, hver
vera mundi faðirinn að fóstri vinnu-
konunnar.
Síðari hluta vertíðarinnar 1872
kom Guðmundur vinnumaður að
máli við húsbónda sinn, sem þá var
settur sýslumaður í Vestmannaeyj-
um, eftir að Bjarni E. Magnússon
fluttist til embættis síns norður í
Húnavatnssýslu (1871). Vinnumað-
urinn fór þess á flot við húsbónda
sinn, hinn setta sýslumann, að hann
hlutaðist til urn það, að þau hjóna-
efnin í Landlyst fengju byggingu fyr-
blik
ir vestari Vesturhúsajörðinni í Eyj-
um, ef ekkillinn, Sveinn Hjaltason
hóndi þar, segði henni lausri. Hinn
setti sýslumaður hét því að hugleiða
málið fyrir vinnumanninn sinn.
Sýslumaðurinn vissi þá ekki til þess,
að Sveinn bóndi hygðist hregða búi.
En hinn hyggni og forsjáli vinnu-
maður í Landlyst vissi betur en
sýslumaðurinn í þessum efnum.
Hann hafði í kyrrþey gert samning
við Svein bónda og þeir orðið á
það sáttir, að bóndi yrði húsmaður
hjá ungu hjónunum vorið 1872 og
hætti þar með búskap á Vesturhúsum.
Þó skyldi þetta ekki að fullu afráðið
fyrr en tryggt yrði, að þau Guð-
mundur og Guðrún fengju liyggingu
fyrir jörðinni. Allt var þannig und-
irbúið, er hinn setti sýslumaður gekk
á fund Sveins bónda til þess að tala
máli vinnumanns síns.
Sveinn Hjaltason bóndi hafði misst
konu sína, Kristínu Jónsdóttur ,áriö
1859 frá tveim börnum þeirra lijóna,
Margréti og Gunnari. Vegna barn-
anna hafði hann haldið áfram bú-
skapnum á Vesturhúsum, þótt konan
væri fallin frá. En þegar hér var
komið tíð og tíma, voru börn bónda
uppkomin, Margrét 25 ára og Gunn-
ar 16 ára. Sveinn hóndi vildi því
gjarnan hætta húskap nú og ráðast í
húsmennsku.
Hinn setti sýslumaður hafði kom-
ið byggingu Vesturhúsajarðarinnar í
hendur Guðmundar vinnumanns síns,
þegar M. M. Aagaard, hinn danski
sýslumaöur, kom til Vestmannaeyja
með skipunarbréf sitt síðla vors 1872,
95