Blik - 01.06.1969, Page 98
Hjónin GuSmundur Þórarinsson og Guðrún
Erlendsdóttir með Höllu dóttur sína.
til þess að taka viS hinu nýja em-
bætti sínu, sýslumannsembættinu í
Vestmannaeyj um.
Guðmundur Þórarinsson hafði
sama háttinn á eins og svo margir
mikilsvirtir borgarar í Eyjurn fyrr
og síðar á 19. öldinni: Hann hóf
búskap sinn með „bústýru“, hjákúr-
unni sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur.
Þau hófu sem sé búskap sinn á Vest-
urhúsum í fardögum 1872 og áttu þá
eftir að gera þennan garð farsælan
og frægan á sína vísu næstu 44 árin,
er þau bjuggu þar.
Þrem vikum eftir að þau fluttu að
Vesturhúsum og hófu búskapinn, ól
Guðrún Erlendsdóttir, bústýra og
unnusta húsbónda síns, honum eink-
ar efnilegan son. Það gerðist 27.
júní um sumarið. Sveinbarn þetta
var skírt 30. s. m. og hlaut nafnið
96
Magnús. Það þýðir hinn mikli, en
það vissu foreldrarnir ekki, sem
vonlegt var. Annað réð nafngiftinni.
Þrem dögum eftir skírnarathöfnina
settist séra Brynjólfur Jónsson prest-
ur að Ofanleiti við skrifborðið sitt í
„skrifkammersinu“ sínu og páraði
sýslumanninum danska nokkrar lín-
ur: „Að ógiftar persónur, Guðmund-
ur Þórarinsson og Guðrún Erlends-
dóttir, bæði á Vesturhúsum hér í
sókn, séu með sameiginlegri barn-
eign, er að bar 27. f. m„ orðin upp-
vís að legorðsbroti í fyrsta sinni,
gefst sýslumanninum hér með til vit-
undar.
Ofanleiti í Vestmannaeyjum,
3. júlí 1872.
Br. Jónsson.
Til
Sýslumannsins í Vestmannaeyjum.“
Þetta bréf var eitt með þeim allra
fyrstu, sem hinum danska sýslumanni
barst í hendur, eftir að hann settist
í sýslumannsstólinn í byggðarlaginu.
Við skulum ekki á nokkurn hátt
dæma séra Brynjólf Jónsson eða
hneykslast á bréfinu hans. Hann
gerði aðeins skyldu sína samkv. gilcl-
andi landslögum eða konunglegri til-
skipan.
Og sumarið 1872 leið til hausts,
og allt lék í lyndi hjá „kærustupar-
inu“ á Vesturhúsum ,sem undirbjó
brúðkaup sitt.
Hinn 18. október þetta haust
kvæntist síðan Guðmundur Þórar-
insson unnustu sinni og barnsmóður,
Guðrúnu Erlendsdóttur. Þar var
BLIK