Blik - 01.06.1969, Síða 99
vissulega stofnað til farsæls hjóna-
bands, sem entist langa ævi eða 44 ár.
Heimili þeirra hjóna á Vesturhús-
um var orðlagt fyrir myndarskap, at-
orku, reglusemi og húhyggni. Vest-
mannaeyingur nokkur, fæddur og
alinn upp hér í Eyjum fyrir aldamót-
in, hefur látiS prenta þessi orS um
heimili þeirra GuSmundar og Guð-
rúnar: „Vesturhús var fyrirmynd
heimila hér í byggð, og það í öllum
efnum og að almenningsdómi“. Þetta
var bernsku- og æskuheimili Magnús-
ar Guðmundssonar bónda á Vestur-
húsum. Hann bar jafnan þess merki
og mót í hugsun, atorku og lífi.
Hjónin Guðmundur Þórarinsson
og Guðrún Erlendsdóttir eignuðust 5
börn. Yngri en Magnús sonur þeirra
voru þessi:
Halla, fædd 29. ágúst 1875. Hún
giftist GuSjóni Eyjólfssyni. Þau voru
um árabil bóndahjón á Kirkjubæ.
Þórdís, fædd 29. ágúst 1877. Hún
giftist Jóel Eyjólfssyni, bróður Guð-
jóns Eyjólfssonar bónda. Þau bjuggu
að Landamótum í Eyjum. Síðar var
Jóel Eyjólfsson kenndur við Sælund
við Bárugötu (nú Vesturvegur 2).
Guðleif, fædd 11. okt. 1879. Hún
giftist Vigfúsi Jónssyni frá Túni í
Eyjum. Heimili þeirra var að Holti
við Ásaveg.
Guðmundur, fæddur 21. febrúar
1882. Hann lifði aðeins 8 daga. Mun
hafa látizt úr ginklofa („krampa“,
stendur í gildum heimildum).
Á fyrsta búskaparári sínu á Vest-
urhúsum tók Guðmundur bóndi til
líörn hjónanna á Vesturhúsum, Guð-
mundcr og GuSrúnar. Standandi: Halla
og Magnús. Sitjandi: Þórdís og Guðleij.
sín móður sína, Margréti Hafliða-
dóttur. Hún var fædd 1832.
Lítið mun Guðmundur hafa feng-
izt við útgerð, en sjó stundaði hann
um langt árabil. Hann var t. d. marg-
ar vertíöir háseti hjá Magnúsi syni
sínum, eftir að hann gerðist formað-
ur á vertíðarskipi 1890.
Utan vertíöa stundaði Guðmundur
bóndi sjósókn á vor- og sumarbátum,
julum, eftir því sem hentaði honum
frá vorönnum heima við búskapinn,
öflun heyja að sumrinu, eggjasókn
og fuglaveiðar í hjörgum o. s. frv.
Bjargveiðar voru honum yndi og tal-
inn var hann góður fjallamaður,
meðan hann var á léttara skeiðinu.
Þá seig hann í björg eftir svartfugls-
eggjum, „fór á bandi“ eftir fýlaeggj-
um, sló fýlunga á bæli, er á sumarið
bi.ik
97