Blik - 01.06.1969, Side 100
leið, veiddi svartfugl í snörur og
lunda í net á varpstað, eða þá með
grefli. Þannig var það fjögur fyrstu
búskaparár hans á Vesturhúsum eða
þar til Eyjamenn lærðu að nota fær-
eyska háfinn við lundaveiðarnar. Eft-
ir það veiddi Guðmundur bóndi
lundann á klettabrúnum á færeyska
vísu, og þótti það framför mikil.
(Eftir 1875, að fyrsti háfurinn flytzt
til Eyja).
Guðmundur bóndi Þórarinsson
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í
byggðarlaginu. Um árabil skipaði
sýslumaður hann úttektarmann jarða
og matsmann ýmiskonar eigna, sem
sýslumannsembættið skyldi annast
eða hafa umsjón með og leggja mat
á.
Guðmundur bóndi sat í hrepps-
nefnd Vestmannaeyjahrepps í 12 ár
eða tvö kjörtímabil (frá 1889—
1901). Þar þótti hann jafnan glögg-
ur og tillögugóður, enda var bú-
hyggnin gefin honum í ríkum mæli,
og svo góðvildin að sama skapi.
Framfarasinnaður var hann og nær-
færinn, fastur fyrir en þó sanngjarn.
Manngerðin var tápmikil og traust.
Guðmundur bóndi hlaut tvívegis
verðlaun fyrir framtak í búnaði.
Hann reif niður gömlu torfgarðana
um Vesturhúsatúnið, ók þar að grjóti
á vetrum og hlóð grjótgarða í stað
torfgarðanna. Fyrir þá endurbót
hlaut hann viðurkenningar. Ég minn-
ist þessara grjótgarða, er ég fluttist
hingað í kaupstaðinn. Nokkur hluti
þeirra var rifinn og fjarlægður, er
húsin tóku að byggjast, sem nú
standa beggja vegna Kirkjubæja-
brautarinnar.
Um árabil var Guðmundur bóndi
fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum.
Ekki er mér ljóst, hve mörg ár hann
gegndi þeim trúnaðarstarfa, en það
mun hann hafa gert æðimörg efri
árin sín.
Þannig þokast tíminn áfram á
Vesturhúsaheimilinu í önn og athöfn
tug ára eftir tug ára.
Árið 1916 höfðu hjónin Guðrún
Erlendsdóttir og Guðmundur Þórar-
insson búið 44 ár á Vesturhúsum.
Þá var hún hálf-áttræð og hann rúm-
lega hálf-sjötugur.
011 þessi búskaparár hafði bóndi
flutt fé í úteyjar og þá sérstaklega
Álsey, þar sem Vesturhúsajörðin
hafði ínytjar. Síðari hluta vetrar var
jafnan farið með gemlinga og vetur-
gamalt fé til beitar í úteyjarnar, þar
sem það gekk sjálfala úr því árið um
kring, þar til það var sótt til slátrun-
ar einhvern kyrrlátan haustdag. Vita-
skuld kostaði rúningurinn á vorin
sérstaka úteyjarferð.
I ungfé því, sem flutt var í úteyj-
arnar vor hvert, voru geldingar, sem
þrifust þar vel og reyndust oftast
betri til frálags en annað fé, sem þar
gekk að staðaldri. Einnig var sú
reynslan, að sauðir þyldu þar betur
þurrkatímann, vatnsleysið, en annað
fé. Guðmundur bóndi átti því ávallt
nokkra sauðahjörð þar í eyjunni og
ær á heimalandi, svo sem byggingar-
bréf frekast leyfði.
Árið 1916 var blíðviðristíð í marz-
98
BLIK