Blik - 01.06.1969, Page 101
mánuði og úteyjar grænkuðu næst-
um óvenjulega snemma, — þar sem
þá ekki héldust græn grös allt árið
sökum dýpri og rakari jarðvegs, þar
serti lundinn verpir og frjóvgar og
fæðir grösin í ríkulegum mæli í
byggðum sínum.
Sunnudaginn 12. marz 1916 sat
Guðmundur bóndi Þórarinsson fund
í Stúkunni Báru nr. 2. Þar hafði
hann starfað um árabil, og enginn
sótti þar fundi af meiri kostgæfni og
áhuga en hann. Með bónda þessum
bjó bæði vit og vilji til þess að meta
blessun bindisins til gæfu sér og sín-
um. Þessi bóndi leit á bindindisstarf-
ið frá kristilegu sjónarmiði til stuðn-
ings og hjálpar hinum veikari bróður
með óbifandi trú á orðin kunnu:
„Það sem þér gjörið mínum minnsta
bróður . .
Daginn eftir þennan stúkufund eða
mánudagsmorguninn 13. marz bafði
verið afráðin ferð í Alsey með fé af
fóðrum vetrarins, gemlinga og vetur-
gamlar ær. Það heitir á Eyjamáli að
„setja fé“ í eyna.
Til fararinnar réðust þessir menn:
Guðmundur Þórarinsson bóndi á
Vesturhúsum, Guðjón Eyjólfsson,
tengdasonur Guðmundar, bóndi á
Kirkjubæ, Magnús bóndi Eiríksson á
Eystri-Vesturhúsum og Þorsteinn
Þorsteinsson, þá vinnumaður í Ölafs-
húsum, síðar búandi um árabil að
Hjálmholti við Urðaveg, þá unnusti
Kristínar Jónsdóttur úr Mjóafirði
eystra Brynjólfssonar.
Ekki er mér kunnugt, hve margt
fé þeir höfðu með sér í bátnum frá
þessum fj órum j örðum. Farkosturinn
var sex-æringur.
Þegar að Álsey kom, reyndist
nokkur súgur við steðjann. Nokkurn
tíma biðu þeir lags við steðja Önund-
arkórsins, þar sem heppilegra eða
auðveldara þótti að koma fé á land
en við Lundakórssteðj ann.
Loks kom lag og þeir renndu stafni
bátsins upp að steðjanum og Guð-
mundur bóndi reyndi að stökkva upp
á klöppina með kollubandið eða
fangalínuna. En með því að hann var
aldraður orðinn og þess vegna svifa-
seinni en þurfti að vera, náði hann
ekki að komast upp á klöppina nægi-
lega fljótt og ýta bátnum frá henni
í sömu andránni. Báturinn sat því
fastur á hnísunni, þegar sjórinn sog-
aðist niður með klöppinni. Hann
stakkst þannig á endann og fyllti
samstundis. Féð flaut út úr bátnum.
Sumt bjargaðist af sjálfdáðum upp
á næstu klappir. Nokkrar kindur
drukknuðu eftir að hafa svamlað í
sjónum um stund.
Um leið og Guðjón bóndi Eyjólfs-
son skynjaði hina aðsteðjandi hættu,
snaraðist hann upp á steðjann og
náði handfestu á kollubandinu. Við
næsta aðsog flaut báturinn borð-
stokkafullur. Þorsteinn og Magnús
héldu sér í bátnum, en aldan tók
Guðmund bónda Þórarinsson með
sér út af steðjanum og sogaði hann
niður í djúpið. Hann sást aldrei
framar. Slys hafði orðið, — hörmu-
legt slys.
Jórunn Hannesdóttir húsfreyja á
Vesturhúsum, tengdadóttir þeirra
blik
99