Blik - 01.06.1969, Síða 102
hjóna, Guðrúnar og Guðmundar,
kona Magnúsar á Vesturhúsum,hafði
skroppið frá tengdamóður sinni, —
sem hún gjarnan veitti liðsinni og
hafði hug með, þegar Guðmundur
bóndi var ekki heima, •— niður að
Miðhúsum til foreldra sinna þennan
dag ,og var sonur hennar Magnús,
þá 11 ára, með henni. Frá Miðhús-
um reyndi drengurinn að fylgjast
með því, þegar afi hans kæmi úr
Alsey. Þá var ætlunin að hlaupa
vestur á Bæjarbryggju og taka á
móti honum, því að samband þeirra
var innilegt og umhyggjusamt, eins
og oft á sér stað um afann og sonar-
eða dóttursoninn. Loks sást báturinn
koma fyrir Klettsnefið.
Þegar báturinn renndi upp að
bryggjunni, stóð drengurinn þar.
„Afi? — Afi? Hvar er afi minn?“
spurði drengur. — Steinhljóð. „Hvar
er hann afi minn?“ spurði drengur-
inn hærri röddu, og var ekki laust
við ótta í röddinni. Það var sem
drengnum byði í grun. — Steinhlj óð.
Þá hljóp Magnús litli austur í Mið-
hús og sagði þau tíðindi, að hann
hefði ekki séð hann afa sinn í bátn-
um. Hannes móðurafi hans gekk þá
vestur á bryggjuna til þess að hitta
bátsverja og hafa tal af þeim. Hannes
flutti síðan sorgarfregnina heim í
rannið.
Strax og færi gafst fór Hannes
Jónsson á vel mönnuðum báti vestur
að Álsey og gerði ítrekaðar tilraunir
til að slæða upp lík Guðmundar Þór-
arinssonar, en það tókst aldrei.
Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja á
Vesturhúsum lifði 5 ár eftir fráfall
bónda síns. Hún lézt 14. júní 1921
áttræð að aldri.
II
Magnús Guðmundsson
Saga hans er saga Eyjajólks arn árabil
Snemma beygist krókurinn
Magnús Guðmundsson á Vestur-
húsum óx úr grasi. Ekki var hann
gamall, er hann tók að fleyta öðu-
skeljum á balanum hennar mörnmu
sinnar eða á pollum eftir regnskúrir.
Augljóst var, að þar beygðistsnemma
krókurinn. Og skeljarnar hétu báta-
nöfnum, skipanöfnum þeim, sem
hann heyrði oftast nefnd og rætt um
á bernskuheimilinu. Þarna flaut Gid-
eon hins unga formanns, Hannesar
Jónssonar á Vesturhúsum.
Drengurinn var sæll í leikjum sín-
um. Þessar hneigðir hans áttu rætur
innra með honum og bátarnir hans
veittu hneigðunum útrás. Fréttir þær,
sem bárust daglega inn á heimilið á
vertíðinni, aflafréttir, sigling, þar
sem teflt var á tæpasta vaðið, ágjöf,
jafnvel lífshættan augljós, allar höfðu
þessar fréttir, þessar orðræður um
lífshættulega sj ósókn og daglega sigra
sjómannsins á bylgjum hafsins, mark-
verð áhrif á hugsun drengsins og
þroska, þær orkuðu á sálarlífið og
100
BLIK