Blik - 01.06.1969, Page 108
til þess að láta Eyjasjómenn í heild
njóta góðs af reynslu sinni og þekk-
ingu á veiðarfæri þessu. Sú varð
líka raunin á. Um þetta og margt
annað, sem að sjósókn og veiðiskap
Magnúsar lýtur, formennsku hans og
brautryðjandastarfi um notkun nýrra
veiðarfæra, beitugeymslu o. fh, vísa
ég til greinar hans sjálfs hér í ritinu.
Það sem ekki er sagt hér berum orð-
um, getur glöggur lesandi lesið á
milli línanna, og gert sér fulla grein
fyrir staðreyndunum, og svo hinum
hagfræðilegu áhrifum athafnamanns-
ins og brautryðjandans á efnahags-
líf og framtak samborgaranna.
Magnús Guðmundsson var formað-
ur á útvegi Olafs Magnússonar í
London frá 1890—1903. Það ár, gift-
ingarárið hans (1903), lét hann Ast-
geir Guðmundsson, bátasmið í Litla-
bæ, byggja sér bát með færeysku
lagi og kallaði Ingólf eftir „Stóra
Ingólfi“, eins og áttæringurinn Ing-
ólfur var kallaður jafnan, — sá, sem
Ölafur Magnússon smíðaði upp úr
sexæringnum Ingólfi, sem Magnús
hóf formennsku sína á. Um þann bát
ræðir hann í grein sinni hér í ritinu.
„Stóri Ingólfur“ mun hafa verið
stærsti átt-æringur í Vestmannaeyj-
um á sínum tíma.
Þennan bát með færeyska laginu
notaði Magnús Guðmundsson þrjár
vertíðir og síðast vertíðina 1906. Það
ár urðu aldahvörf í atvinnulífi og
útgerðarsögu Vestmannaeyja: Vél-
bátaútgerðin hófst.
Þorsteinn skipstjóri Jónsson, út-
gerðarmaður í Laufási, fullyrðir í
hók sinni, Aldahvörfum í Eyjum, að
Magnús Guðmundsson bóndi í Vest-
urhúsum hafi tvímælalaust verið
mesti aflamaður í Vestmannaeyjum
fyrir og um aldamótin.
Utgerðin á v/b Unni þeirra Þor-
steins Jónssonar og meðeigenda hans,
þessum fyrsta vélbáti, sem smíðaður
var í Danmörku fyrir útgerðarmenn
í Eyjum, gaf svo góða raun, að út-
gerðarmenn hér tóku þegar að leggja
drög að því á vertíð 1906 að fá
vélbáta keypta fyrir næstu vertíð.
Ekki færri en 22 vélbátar voru gerðir
út frá Vestmannaeyjum á næstu ver-
tíð (1907). Hér var hafin forusta,
sem markaði varanlegt spor í útgerð-
arsögu íslenzku þjóðarinnar, fisk-
veiðisögu hennar og hagfræðilega af-
komu.
Einn af þessum nýju vélbátum,
sem útvegsbændur í Eyjum gerðu út
á vertíð 1907, var v/b Hansína VE
100. Eigendur hans voru þessir:
Magnús Guðmundsson, bóndi á Vest-
urhúsum ........................ 2/6
Guðmundur Þórarinsson, faðir Magn-
úsar............................ 1/6
Guðjón Eyjólfsson, mágur Magnúsar 1/6
Hannes Jónsson, tengdaf. Magnúsar 1/12
Jóhannes Hannesson, mágur Magnús-
ar, bróðir konu hans.......... 1/12
Sæmundur Ingimundarson, bóndi í
Draumbæ ...................... 1/6
Vélhátur þessi var 7,56 smálestir
að stærð með 8 hestafla Danvél.
Hann var smíðaður úr eik í Frede-
rikssund í Danmörku.
Magnús Guðmundsson var formað-
ur með v/b Hansínu VE 100 fyrstu
106
BLIK