Blik - 01.06.1969, Page 109
Einn af jyrstu dönsku vélbátunum.
6 vertíðirnar, sem báturinn var gerð-
ur hér út og fiskaði oft með afbrigð-
um vel. T. d. var hann aflakóngur
Eyja vertíðina 1908. Eftir vertíðina
1912 hugðist Magnús hætta sjó-
mennsku. Þá réði hann sér formann,
Eyvind Þórarinsson frá Oddstöðum
í Eyjum. Hann var með vélbátinn
vertíðina 1913. Næstu vertíð (1914)
var Einar M. Einarsson, síðar skip-
herra, með bátinn, en aðeins þá einu
vertíð. Á vertíðinni 1915 fór for-
mennskan á v/b Hansínu í skötulíki.
Þá varð Magnús Guðmundsson að
taka sjálfur að sér formennskuna á
miðri vertíð. Var hann síðan einnig
formaður með bátinn vertíðina 1916.
Eftir ])á vertíð var báturinn seldur
til Keflavíkur.
Síðustu vertíðina, sem Magnús
Guðmundsson var með v/b Hansínu
VE 100 (1916), lagði hann þorska-
net í sjó 17. apríl. Það var þá í
fyrsta sinni, er hann notaði þorska-
net. Það gerðu tveir aðrir formenn
í Eyjum um líkt leyti. Magnús einn
hélt dagbók þá eins og ætíð eftir að
hann hóf sjómennsku, og skráði þar
þennan merka viðburð í útgerðar-
sögu byggðarlagsins. Hinir tveir for-
mennirnir gerðu það ekki. Þess
vegna eru nöfn þeirra gleymd. En
allir voru þeir brautryðjendur um
notkun þorskanetjanna, svo að varan-
leg notkun þeirra hélzt úr því og
varð almenn í verstöðinni, enda þótt
aðrir hafi borið notkun þeirra við
á undan þeim, t. d. Norðmaðurinn
Förland og Gísli útgerðarmaður
Magnússon í Skálholti.
Árið 1916 hóf hinn kunni báta-
smiður í Eyjum, Ástgeir Guðmunds-
son í Litlabæ, að hyggja nýjan vél-
bát fyrir Magnús Guðmundsson og
félaga hans. Þessi bátur var 11,53
smálestir að stærð, og í hann var
sett 22 hestafla Alfavél. Hér hafði
þá þegar þróunin sagt til sín: tvö
hestöfl á smálest 1916 í stað eins
hestafls á smálest hverja 1907.
Þessi nýi bátur bar nafn fyrri báts-
ins og einkennisstafina VE 200, Han-
sína VE 200, súðbyrðingur úr eik.
Eigendur voru þessir:
Magnús Guifmnmlsson í Vesturhúsum 2/5
Guðjón Eyjólfsson ............... 1/5
Hannes Jónsson .................. 1/10
Jóhannes Hannesson .............. 1/10
Sigurður Hróbjartsson á Litlalandi .. 1/5
Á v/b Hansínu VE 200 var Magn-
ús Guðmundsson formaður 5 vertíð-
ir. Þá loks hætti hann sjómennsku og
tók fyrir önnur störf, mjög óskyld
útgerð og sjósókn. Hann gerðist
skrifstofumaður hjá Hlutafélaginu
Bjarma, sem hann hafði þá rekið við
blik
107