Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 112
hest. Þau óku fiskinum þvegnum á
reitina sína og aðra þurrkstaði. Þau
hjón voru með þeim allra fyrstu í
Eyjum til aS efla þannig verktækni
og létta störfin viS framleiSsluna.
Þegar veSurútlit var þurrklegt, var
oft snemma úr rekkju risiS á Vestur-
húsum, ef þurrka þurfti fisk á stakk-
stæSum. Þegar vinnufólkiS rölti meS
stírurnar í augunum niSur í eldhúsiS
eldsnemma morguns, var húsfreyja
jafnan þar fyrir, búin aS hita morg-
unkaffiS og leggja á borSiS. A
lundaveiSitímanum, þegar hóndinn
lá viS í útey svo vikum skipti viS
veiSar, var þaS hlutverk húsfreyj-
unnar aS stjórna heimilisstörfunum
úti viS sem innan veggja. Segja má
meS sanni, aS Jórunn húsfreyja
Hannesdóttir hefSi lag á því bæSi
í eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu aS láta limina dansa eftir höfS-
inu.
Þurrkur hafSi veriS alla nóttina.
Þegar fólkiS á Vesturhúsum rétti
loks úr bakinu um morguninn, eftir
aS hafa breitt úr stórum fiskstakki
þarna austur í fjörunni norSan
Kirkjubæja, heyrSi þaS hvellan hlát-
ur suSur hjá bæjum. Þarna stóS þá
einn af bændunum á Kirkjubæjunum
á svellþykku prjóna-haldinu og
skyggndist til veSurs. Bóndi hló
hvellt og hjartanlega, er hann sá og
hugleiddi hversu snemma Vestur-
húsafólkiS, þetta vinafólk hans, hafSi
hafiS dagsverkiS undir stjórn hús-
freyjunnar, því aS húsbóndinn lá viS
fuglaveiSar úti í Álsey á þessum tíma
sumarsins. Kirkjubæjarbóndinn, sem
jafnan var árvakur sjálfur, hafSi
ekki klæSzt, þegar VesturhúsafólkiS
hafSi þegar lokiS hluta úr dagsverki.
Og marga þurrkdaga á sumrin sat
húsbóndinn Magnús á Vesturhúsum
meS háfinn sinn á bjargbrún vestur
í Álsey og snéri þar úr hálsliSnum
fjölmarga lunda á hverjum klukku-
tíma, — já, tugi lunda, er hann „var
vel viS“, meSan húsfreyjan heima
stjórnaSi margþættum verkum utan
húss sem innan, svo aS hvergi skeik-
aSi.
Þannig liSu árin á þessu merka
heimili og tugir ára. Hjónin Magnús
GuSmundsson og Jórunn Hannesdótt-
ir bjuggu á Vesturhúsum eSa höfSu
afnot jarSarinnar hálfrar meira en
hálfa öld og allrar til ábúSar eftir
1916, eftir fráfall GuSmundar bónda
Þórarinssonar.
Ég, sem þetta skrifa, gæti meS
mörgum orSum lýst heimilislífi
þeirra hjóna á Vesturhúsum, hjóna-
lífi þeirra og daglegri sambúS. Allt
var þaS til mikillar fyrirmyndar.
Húsfreyja var alvörugefin sæmdar-
kona, þung á bárunni, en bóndi létt-
lyndur og spaugsamur og vó þannig
upp á móti hinum einkennunum, svo
aS niSurstaSan var gleSiblandin á-
nægja og hamingja, meS því aS hjón-
in mátu hvort annaS og unnust heitt.
Uppi á vegg í stofunni á Vestur-
húsum hékk lengi mynd af prentuSu
kvæSi. ÞaS var brúSkaupskvæSi
þeirra hjóna, þrjú erindi prentuS
skýru letri og skrautskrifuS gullnu-
letri þessi orS ofan viS kvæSiS:
„Til brúShjónanna JórunnarHann-
110
BLIK
J