Blik - 01.06.1969, Side 114
til framtaks og sannra framfara í
Vestmannaeyjum, fæðingarsveit
þeirra beggja. I stjórn Isfélagsins,
þar sem Magnús naut mikils trausts
félagsmanna, studdi hann því jafnan
eftir mætti Gísla J. Johnsen gegn
þröngsýnum og valdagírugum kaup-
mannahagsmunum og valdastreitu-
mönnum öðrum, sem sáralítið höfðu
til brunns að bera um allar menni-
legar og verklegar framfarir.
Þó náðu þau óþurftaröfl ísfélaginu
á vald sitt um stundarsakir og þok-
uðu þannig Magnúsi og Gísla tii
hliðar. En sú valdasæld stóð ekki
lengi, því að strax tók að halla und-
an fæti fyrir félagssamtökum þessum
svo að til óheilla horfði. Félagsmenn
áttuðu sig fljótlega og viðurkenndu
brátt yfirsjónir sínar með því að fela
Gísla J. Johnsen og Magnúsi Guð-
mundssyni og félögum þeirra stjórn-
arvöldin á ný. Þá tóku samtökin að
dafna aftur. Eftir það var þeim
borgið.
Árið 1914 beittu þeir Magnús Guð-
mundsson og Gísli gullsmiður Lárus-
son í Stakkagerði sér fyrir stofnun
hlutafélags til styrktar útgerðarmönn-
um í Vestmannaeyjum. Stofnendur
voru milli 20 og 30 menn. Þetta var
Hlutafélagið Bjarmi, sem breytt var
í samvinnufélag árið 1926 eða eftir
12 ára starf.
Tilgangur Bjarma lif. var þessi:
„. . . að útvega félagsmönnum sem
heztar vörur með svo góðu verði sem
unnt er, og koma innlendum afurð-
um í svo hátt verð sem auðið er“.
Hlutafélagið Bjarmi var stofnað 1.
marz 1914, og fyrstu félagssamþykkt-
ir þess undirritaðar 15. apríl s. á.
Magnús Guðmundsson sat í stjórn
Bjarma, þar til félag þetta var leyst
upp árið 1940. 011 starfsár félagsins
var Magnús Guðmundsson ritari
stjórnarinnar, og skildi hann þar eft-
ir tvær fundagerðabækur vel og skil-
merkilega ritaðar, er félagið hætti
störfum. Á ýmsu gekk í félagssamtök-
um þessum eins og oft gengur.
Um tíma átti félag þetta við mikla
fj árhagsörðugleika að stríða; afurð-
ir féllu í verði. Lánsverzlun reynd-
ist félaginu fallvölt og sumir mestu
trúnaðarmennirnir og valdamennirn-
ir gallagripir, óreglusamir og óvand-
aðir. Sumir þeirra, sem nutu mests
trausts félagsmanna fyrstu starfsár-
in,misstu það og ekki að ófyrirsynju;
þeir höfðu vissulega unnið til van-
traustsins. Öðrum, sem lítils trausts
nutu þar lengi vel, var þá falin forust-
an með Magnúsi Guðmundssyni. Allt-
af naut hann sama traustsins hjá fé-
lagsmönnum, eins síðasta starfsárið
í stjórn félagsins eins og fyrsta árið,
þar til félag þetta var leyst upp. Hann
einn var öll árin, sem Hf. Bjarmi og
svo K/F Bjarmi starfaði í stjórn
þess með fullu og óskoruðu trausti
félagsmanna. Atkvæðagreiðslurnar
á aðalfundum félagsins um trúnað-
armenn þess sanna okkur þetta. Fé-
lagsmenn þekktu Magnús Guðmunds-
son að óbilandi vilja og óbrigðulli
sómatilfinningu, skapfestu og heiðar-
leik í hvívetna. Orðstír hans og nafn
hélzt vammlaust til hinztu stundar.
Frá unglingsárum vandist Magnús
112
BLIK