Blik - 01.06.1969, Page 116
þannig hiutgengur í leiklistarlífi
Vestniannaeyinga um eitt skeið.
Þegar Magnús Guðmundsson hætti
sjómennsku 1921 gerðist hann skrif-
stofumaður hjá HlutafélaginuBjarma
og hélt því starfi í skrifstofu félags-
ins, meðan það var við lýði eða til
haustsins 1940.
Haustið 1941 gerðist Magnús Guð-
mundsson gjaldkeri Bátaábyrgðarfé-
lags Vestmannaeyja. Þeirri stöðu
hélt hann til ársins 1948. Þá var
hann meira en hálfáttræður. Sagði
hann þá lausu þessu starfi hjá Báta-
ábyrgðarfélaginu og bar því við, að
hann gæti ekki lengur fullkomlega
treyst minni sínu og öryggi sökum
aldurs. Meðfædd samvizkusemi olli
því, að hann sagði af sér gjaldkera-
starfinu og settist þá loks í helgan
stein.
Fyrr á árum eða 1910 hafði Magn-
ús Guðmundsson verið í varastjórn
Bátaábyrgðarfélags V estmannaeyj a.
Um líkt leyti var hann vara-sýslu-
nefndarmaður. Sýslunefndarmaður
var hann kosinn 1916. Þegar svo kos-
ið var hér í bæjarstjórn fyrsta sinni
í jan. 1919 var Magnús Guðmunds-
son kosinn bæjarfulltrúi, og átti hann
síðan sæti í bæjarstjórninni næstu
6 árin eða til ársins 1925.
Vorið 1919 vöktu þ eir stjórnar-
mennirnir í Hlutafélaginu Bjarma,
Magnús Guðmundsson og Gísli Lár-
usson, máls á því, hvort ekki væri
rétt að félagsmenn Bjarma beittu
sér fyrir stofnun togara-útgerðarfé-
lags. Ekki er mér kunnugt um, hvort
þessi hugmynd var gefin þeim annars
staðar frá. En víst er um það, að
þessar umræður, er þá fóru fram á
stjórnarfundi félagsins ,urðu upphaf
að stofnun togara-útgerðarfélagsins
Draupnis, sem rak samnefndan tog-
ara frá Reykjavík um nokkurt skeið.
Stjórnarmenn Bjarma og fleiri Vest-
mannaeyingar munu hafa keypt
hlutabréf í þessu útgerðarfélagi, en
aldrei létu þeir Bjarma leggja fé í
fyrirtæki þetta, sem varð a. m. k.
hluthöfum búsettum í Eyjum til lítill-
ar gæfu.
Sökum lélegra hafnarskilyrða hér
í Eyjum var togarinn Draupnir rek-
inn frá Reykjavík. Hlutafjáreigend-
ur hér urðu þess vegna að sjá allt
með annarra augum um rekstur þessa
togara og treysta á drengskap og
heiðarleik sameignarmanna sinna á
útgerðarstað. Ekki er alveg grunlaust
um, að ýmislegt grugg og groms hafi
þar mengað vatn viðskiptanna og
valdið hruninu að einhverju leyti.
Víst er um það, að togarafélagið
Draupnir varð gjaldþrota. — Lítið
mun togari þessi hafa lagt upp af
fiski í Vestmannaeyjum, þó að hug-
mynd og ætlan frumherjanna eða
upphafsmanna félagsins væri sú í
upphafi, að afli togarans yrði til at-
vinnuaukningar í byggðarlaginu.
Þess vegna lögðu þeir fé hér í fyrir-
tæki þetta, en lifur mun togari þessi
hafa lagt hér upp til bræðslu, er
hann átti leið fram hjá Eyjum af
austlægum miðum. Það eitt jók at-
vinnu nokkurra manna hér. Að öðru
leyti varð hér engin atvinnuaukning
af rekstri þessa togara Magnúsi Guð-
114
BLIK