Blik - 01.06.1969, Page 118
Líklega síðasta myndin, sem tekin var
aj þeim mœtu hjónum á Vesturhúsum.
Við skulum kalla hana gullbrúðkaups-
myndina.
Reykjavík, en fátt stóð byggðarlag-
inu og öllum atvinnurekstri þess meir
fyrir þrifum og vexti en tregar og
stopular samgöngur við fjármála- og
verzlunarstöð landsins, Reykjavík.
Þegar útgerðarmenn í Vestmanna-
eyjurn og yfirleitt almenningur þar
beitti sér fyrir kaupum á fyrsta
björgunar- og aðstoðarskipi þjóðar-
innar, gamla Þór (1919), og ruddi
þannig einhverj ar markverðustu
menningarbrautir á sínu sviöi, lagði
Hlutafélagið Bjarrni fram til þessa
framtaks kr. 10.000,00 að tillögu
stjórnar félagsins. Rangt væri að
segja, að Magnús Guðmundsson einn
ætti þar hlut að. Þetta var ávöxtur
af góðri stjórn félagsins á þeim ár-
um og velgengni, og þar átti Magnús
Guðmundsson vissulega ekki lítinn
hlut að máli.
Þegar „ræktunaröldin mikla“ hófst
í Vestmannaeyjum, eftir að bygg-
116
ingarbréf bænda þar höfðu verið
„endursamin“ og þeim breytt þannig
samkv. nýjum samningum, að þeir
fengu aðeins sinn „deilda verð“ af
ræktanlegu landi á Heimaey (árið
1926), hlutu Vesturhúsin vestari „úí-
land“ í Flagtadal, slakkanum vestur
af Flögtuin, grasivöxnu öxlirmi norð-
vestur af Helgafelli. Þarna ræktaði
Magnús Guðmundsson stórt tún á
árunum 1927—1934. Síðan byggðu
þau hjón sér sumarbústað á hæð
norðaustur af túni þessu og nefndu
húsið Helgafell. Um skeið bjuggu
þau í bústað þessum árið um kring
á efri árum sínum og nutu þarna um-
hverfisins og hins fagra útsýnis norð-
ur og vestur um Eyju og Eyjar, norð-
ur yfir Alinn til sveita Suðurlág-
lendisins og svo fjalla og jökla í
f j arska.
Hjónunum Magnúsi Guðmunds-
syni og Jórunni Hannesdóttur varð
auðið fjögurra barna:
1. Hansína Árný, gift Ársæli Gríms-
syni, fyrrum bónda í Dölum í
Eyjum. Þau hjón eru nú búsett á
Hvaleyri við Hafnarfjörð.
2. Magnús húsasmíðameistari, kvænt-
ur Kristínu Ásmundsdóttur frá
Seyðyisfirði eystra. Heimili þeirra
er að Ásvegi 27 hér í bæ.
3. Nanna, gift Helga búfræðingi
Benónýssyni. Þau bjuggu um ára-
bil á Vesturhúsum í skjóli ábú-
endanna löglegu, en eiga nú heima
í Reykjavík.
4. Guðmundur, f. 20. sept. 1916. Dá-
inn 18. ágúst 1936 á Vífilsstaða-
hæli. Guðmundur Magnússon var
BLIK