Blik - 01.06.1969, Page 126
hér var þá til, og var það alltaf kallað
„HólsjuliS“. Ræðin á julinu voru
negld meS þrem stórum trénöglum í
gegnum hástokkinn. Hausinn á nögl-
um þessum var langur, stóð eina 2—3
])umlunga upp fyrir keipstokkinn.
Við komumst á sömu mið og stærri
bátarnir og drógum fáeinar litlar
sprökur.
Eftir að hafa dvalizt þarna um
skeið, tókum við að róa heim á leið.
Aður en inn var róið, renndi ég færi
austur af Yztakletti. Nokkru eftir að
ég hafði tekið grunnmálið, komst ég
í svo þungan drátt, að ég varð fljót-
lega að fá Vigfús til að hjálpa mér
við dráttinn. Aftur og aftur reif
skepnan færið út úr höndunum á
okkur. Loks fór hún að sefast og lá
á færinu eins og klettur. Þetta reynd-
ist vera geysistór lúða. Við höfðum
ífæru og tvöfalt kaðalband í henni
og lykkjan efst.
Ég set ífæruna í lúðuna strax og
hún kom að borðinu. Hún tók skarpt
viðbragð og reif straxafmérífæruna.
Um leið festist lykkjan á ífærutóginu
á einum af nöglunum, sem áður get-
ur. Þarna hangir lúðan við borð-
stokkinn og eys yfir okkur sjónum.
Jafnframt setur hún hina litlu fleytu
okkar á hliðina, svo að sjórinn hell-
ist inn í hana. Skriðum við þá í sinn
hvorn enda af bátnum alveg yfir-
komnir af hræðslu. — Allt í einu sé
ég, að lúðan er farin og báturinn
marar nær tóftufullur af sjó.
Við vorum æðistund að jafna okk-
ur. Svo jusum við bátinn og héldum
til lands. Við hétum hvor öðrum að
segja engum frá þessu lúðuævintýri,
því að þá fengjum við aldrei að róa
saman framar.
Um haustið rérum við Vigfús á
Hóls-julinu og fórum út á Víkina
út að Klettsnefinu. Þá veiddist oft
mikið af lúðu á færi, sérstaklega á
haustin. Vigfús andæfði en ég var
undir færi. Einn daginn fengum við
8 lúður og sumar þeirra urn og yfir
100 pund, en aðrar voru smáar.
Vigfús dróg undir íburð en ég
bar í.
Þá kom 9. lúðan á færið. Þegar ég
ætlaði að bera í þessa lúðu, steyptist
ég á höfuðið í sjóinn. Mér skaut
fljótlega upp, og náði ég mér þá strax
í borðstokkinn. Þegar Vigfús sér mig
hanga á bátnum, segir hann: „Á ég
ekki að ná lúðunni fyrst inn? Ég
hafði heyrt margar sögur um það, að
í sjónum væru margkonar ófreskjur,
þar á meðal hákarlar og hvalir, sem
sæktust eftir mannakjöti. Ég bað því
Vigfús að meta mig meir en lúðuna.
Þegar hann hafði lokið við að tosa
mér inn fyrir borðstokkinn, var lúð-
an farin af færinu.
Eftir þessa sjóferð munum við Vig-
fús ekki hafa farið á sjó saman um
lengri tíma.
Róðrum strákanna lokið
Kinnhestur með blautum sióvettlingi
„A misjöfnu þrífast börnin bezt
Gefðu duglega á ..."
Ekki fengum við strákarnir að róa
saman fleiri róðra þetta sumar. Það
sem eftir var sumarsins réri ég með
fullorðnum mönnum á bát, sem hét
124
BLIK