Blik - 01.06.1969, Síða 127
Immanúel. Faðir minn átti hlnt í
báti þessum. Formaður á bátnum var
Magnús Gíslason á Fögruvöllum.
Eg var látinn renna færi í for-
mannssæti og fékk helming þess, er
ég dró. Formaðurinn lét mig stýra
undir segli, þegar lítil kvika var. En
báturinn var mjög valtur, þegar hann
var tómur og erfitt að stýra honum.
Eitt sinn vorum við inni á Flúðum
og fengum lítinn eða engan fisk. Brátt
fór að kalda af norðvestri. Var þá
dregið upp segl og siglt heim. Vindur
fór hráðvaxandi.
Þegar við vorum komnir austur
fyrir Lat, bið ég formanninn að taka
við stýrinu, en hann anzar því engu.
Nú fannst mér það ábyrgðarhlutur
að sitja undir stjórn, svo snöggar og
miklar sem rokhviðurnar voru úr
Faxanefinu. Báturinn þeyttist áfram,
svo að þeir urðu höndum seinni að
ná inn seglinu, enda stóð dragreipið
fast í fyrsíu. Idrópa ég þá á Magnús
formann og bið hann að taka við
stjórninni. Hann svaraði beiðni
minni með því að slá mig framaní
með blautum sjóvettlingi og sagði:
„Haltu kjafti, strákur, og stýrðu!“
Hálfdrættingur á „Halkion"
„Gerðismenn“ nutu trausls og virð-
ingar í útgerðarstarfi sínu og sjó-
mennsku. Hverjum unglingi var það
góður skóli að ráðast fastur háseti
á bát þeirra „Halkion,“ þó að hann
vœri þar hálfdrœttingur. Magnús
Guðmundsson var aðeins 14 ára, er
hann réðist til hins mœta formanns
og kunna sjómanns Jóns bónda Jóns-
sonar í Stóra-Gerði. Það eitt sannar
það orð, er fór nú af dugnaði „for-
mannsejnisins“ á Vesturhúsum.
Vertíðina 1886 réri ég á sexæringi,
sem hét „Halkion“. Formaðurinn var
Jón Jónsson bóndi í Stóra-Gerði.
Hann var talinn formaður góður og
aflasæll. Sagt var um hann, að aldrei
fengi hann svo vont veður á sjó, að
hann gæti ekki kveikt í pípu sinni.
Ég var ráðinn hálfdrættingur. Hálf-
drættingarnir áttu við setningu skips
að annast hlunnana, draga þá fram
fyrir stafn, þegar skipin voru sett
í hróf, og draga þá aftur fyrir skut-
inn, þegar sett var fram. Hlunnarnir
voru hvalbeinshlunnar með gati í
enda og dráttartaug í.
Fljótlega olli ég vandræðum á bátn-
um sökum þess, að ég dró oft meira
en í tvo hluti, sérstaklega þegar fáir
renndu og margir andæfðu. Þá þótti
ófært eins og líka var, að ég bæri
meira frá borði en fullorðinn maður.
Það varð því úr, að ég fékk heilan
hlut.
Vertíð þessi hófst 2. marz og enti
3. maí. Farnar voru 34 sjóferðir og
fengum við alls 303 í hlut af þorski
og löngu.
Ræð'st til Olafs Magnússonar
í tómthúsinu London
Gæfan var með Magnúsi á Vestur-
húsum og örlögin œtluðu honutn veg-
legan sess í útgerðarsögu byggðar-
lagsins og sögu sjósóknar og for-
mennsku í Eyjum. Nú rœðst hann há-
seti til mannsins, sem bœði hafði efni
á að búa allt sem bezt í hendur hins
BLIK
125