Blik - 01.06.1969, Side 130
vorum komnir vestur fyrir Bjarnarey,
verÖum við hásetarnir loksins þess
áskynja, að hann var aö ganga í
austan rok. Nokkru síðar komu öll
skipin siglandi austan frá Mannklakki
vestur fyrir Bjarnarey. Sögðu þeir,
sem á þeim stóru skipum voru, að
mjög drægju þeir í efa, að við á litlu
fleytunni okkar hefðum haft það vest-
ur fyrir Alinn gegn stórstraums út-
fallinu, ef við hefðum ekki þá þegar
haft uppi og lagt af stað heim af
miðinu.
Eitt þótti mér kynlegt, sem Olafur
formaður gerði, þegar við sigldum
í liðlegum vindi, og stærri kvikur
komu vaðandi að okkur, -—- líklegar
til að vaða inn í bátinn. Formaður-
inn bandaði ætíð hendi gegn þeim.
Þetta hafði ég ekki séð neinn stjórn-
ara gera áður. En síðar hefi ég heyrt
það sagt, að áður fyrr hafi það verið
trú manna, að kvikuna lægði við þetta
og jafnvel missti afl, svo að hún
færi síður inn í bátinn.
„Setuhundar"
„Þi3 haiið það þá svona, bræður"
Frekar mun Ólafur hafa fengið orð
fyrir að vera þaulsætinn undir fær-
um. Slíkir menn voru kallaðir ljótu
nafni á sjómannamáli. Þeir voru kall-
aðir „setuhundar“.
Ekki þurfti mikið til þess, að for-
menn fengju þetta nafn. Flestir munu
þeir hafa verið nefndir því einhvern
tíma.
Við rérum 8 á Hannibal og eftir
bátinn tók Ólafur formaður tvo há-
setahluti: Hann fékk þannig helming
þess afla, er á bátinn kom, svo að
eðlilegt var, að hann vildi sitja undir
færunum, meðan sætt var á sjónum.
Tvívegis kom það fyrir, þegar við
vorum orðnir leiðir á þrásetu undir
dauðum færum og sigling var í land,
að við settum upp segl án þess að fá
skipun um að gjöra slíkt. Þá sagði
Ólafur einungis: „Þið hafið það þá
svona, bræður.“
Flestir eða allir formenn sögðu:
„Hankið þið upp“, það þýddi, að
þá átti að halda heim. Væri þess kost-
ur að sigla heim í höfn eða slaga,
(krussa) þá bættu þeir við: „Og setj-
ið þið upp.“ En Ólafur sagði jafn-
an: Við skulum fara að yfirgefa það,
bræður.“
Eitt sinn tókum við upp á því að
róa bátinn aftur á, þegar við vorum
orðnir leiðir og þreyttir á þrásetunni
og okkur farið að langa í land. En
þá fauk í formanninn. Hann reiddi
upp stýrissveifina og kvaðst berja
okkur með henni, ef við hættum ekki
þeim leik, því að ekki væri hægt að
auðsýna formanni sínum meiri ó-
virðingu en að róa skipi hans aftur
á undir honum. Aðeins í þetta eina
sinn sá ég Ólaf Magnússon reiðast.
Hann var með afbrigðum stilltur
maður og gætinn og prýðisvel greind-
ur.
„I ergi og kergju"
„Þvílík heppni, þvílík fyrirtekt"
Fékk 10 kr. gullpening fyrir tillöguna
Eitt sinn snemma í marzmánuði
1889 höfðum við verið langan tíma
128
BLIK