Blik - 01.06.1969, Síða 131
sólarhrings vestur á Mannklakk. Lið-
ið var fast að hádegi, og flest skip,
sem þar höfðu verið, farin á önnur
mið eða heim. Við höfðum aðeins
fengið fáa fiska og bjuggumst við
að fá heimfararleyfi þá og þegar.
Við vorum allir hásetarnir orðnir
þreyttir og leiðir og komum okkur
saman um í ergi og kergju aS leggja
það til að fara „undir Sand“, þegar
heimfararleyfi loks kæmi. Rétt á eft-
ir segir formaðurinn: „Við skulum
fara að yfirgefa það, bræður.“ HafSi
ég þá orð fyrir okkur og sagðist vilja
fara „undir Sand“. Allir tóku undir
það með mér. Karl sagði, að tillaga
mín væri hin mesta fjarstæða, því að
enginn fiskur væri þar svo snemma
vertíðar. ViS fylgdum hinsvegar til-
lögu okkar fast fram. — „Jæja þá,“
sagði formaður loks, „þið reynið
þetta mest á ykkur.“ Þar með var
snúið til norðurs og róið af kappi.
Þegar við vorum komnir skammt
norður af Elliðaey, sáurn við súlu-
kast mikið um Alinn. Þá héldum við
þangað. Þar reyndist vera nógur fisk-
ur uppi í sjó, svo að við hlóðum bát-
inn á skömmum tíma.
Meðan við rérum heim, heyrðum
við Olaf formann tauta við sjálfan
sig öðru hvoru: „Þvílík heppni og
þvílík fyrirtekt.
Þegar búið var að setja bátinn og
skipta aflanum, bauð formaður okk-
ur góðgjörðir.
Þegar við sátum yfir borðum, rétti
formaður mér 10-króna gullpening
uieð þeim ummælum, að ég ætti hann
fyrir tillöguna.
Auðvitað lét ég félaga mína njóta
peningsins meS mér.
„Hættu að skæla, Mundi,
ekki gráta þeir hinir"
Hvalur halði nærri grandað
formanninum
Eitt sinn kom það fyrir, þegar við
vorum vestur af Elliðaey í síldar-
torfu, að viS umkringdumst af hvala-
vöðum. Einn hvalurinn rann svo
nærri bátnum, að andófsmaðurinn
lyfti ári upp, svo að hvalurinn rynni
ekki á hana.
Á hitt borSið munaði minnstu að
livalur slægi í bátinn með sporðinum,
er hann veifaði honum upp úr sjón-
um. Þá tók einn af hásetunum til að
gráta. Svo hræddur var hann um líf
sitt. Þá sagði Ólafur formaður:
„Hættu aS skæla, Mundi, ekki gráta
þeir hinir“. Því næst bað hann aust-
urrúmsmanninn að ausa. Var þá
blóðugur sjór í bátnum. Þá fóru hval-
irnir aS fjarlægjast bátinn.
í annan tíma vorum við vestur af
Faxaskeri. Kræktist þá færisöngull
Ólafs formanns í hval. Þá munaði
minnstu, að dagar formannsins væru
taldir, því að færið flæktist um fætur
hans, þegar hvalurinn kippti í færið.
A síðasta augnabliki tókst einum
hásetanna að skera á færið. EitthvaS
mun formaður hafa tognað á fætin-
um, þó að hann hefði ekkert orð um
það, en lasinn var hann í honum lengi
eftir þetta.
í mínu ungdæmi og lengur var
oft krökkt af hval á fiskimiðum Eyja-
buk o
129