Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 132
sjómanna. Hvalavöður fylgdu sér-
staklega loðnugöngum á vetrum.
Þá sögu sögðu aldraSir menn, aS
hvalur hefSi eitt sinn slegiS gat á ver-
tíSarskip austur af Yztakletti. Ekkert
manntjón hlauzt þó af óhappi þessu,
því aS nálæg skip björguSu skips-
höfninni.
Magnús Guðmundsson gerist
formaður ó vertíðarskipi
Yngstur allra formanna, 17 54 órs,
með minnsta skipið
SíSasta áriS, sem ég réri meS 01-
afi, varS hann eitt sinn lasinn, svo aS
hann treysti sér ekki til aS róa. Þetta
var 19. marz, og hafSi þá fiskast vel
í nokkra daga, því aS síli hafSi geng-
iS. Þennan morgun var blíSu veSur
og þótti okkur strákunum súrt í broti
aS vera í landi, þar sem öll skip voru
róin. Ölafur formaSur baS HallvarS
son sinn aS vera formann á bátnum,
en hann neitaSi því meS öllu. Fleiri
af okkur baS hann aS vera fyrir bátn-
um, en viS neituSuS allir aS bera á-
byrgSina á bát og skipshöfn.
Loks lét ég tilleiSast og hét því aS
stýra og lesa bænina. AS öSru leyti
skyldu allir ráSa.
Þegar viS vorum komnir út fyrir
HringskeriS, spyr ég strákana, hvert
halda skuli. Þeir hlógu og svöruSu
því til, aS ég væri formaSurinn og
skyldi ráSa í einu og öllu í dag. Ég
afréS þá aS halda vestur aS Smáeyj-
um, því aS ég vissi ekki, hvert hin
skipin hefSu fariS.
Þegar viS komum vestur aS Hraun-
ey, var þar stór sílatorfa. Þar hlóS-
uin viS bátinn fljótlega.
Ekki sáum viS neitt til annarra
skipa.
ViS rerum austur aS EiSinu, seil-
uSum aflann þar og skildum einn há-
setann eftir til þess aS hjarga fiskin-
um undan sjó. SíSan átti hann aS
fara heim og útvega sér bát til þess
aS flytja fiskinn yfir Botninn. Um
leiS bar honum aS ráSa sér kven-
fólk til þess aS draga fiskinn yfir
EiSiS. Einnig skyldi hann skipta afl-
anum réttlátlega.
SíSan rérum viS hinir aftur. ÞaS
var kallaS „aS róa út“ eSa „aS tví-
róa“. Og viS Smáeyjar þennan dag
hlóSum viS í annaS sinn. Fleiri skip
komu þangaS og hlóSu.
Eftir þennan dag baS Ólafur for-
maður mig oft að taka við bátnum
næstu vertíð. Ég var mjög tregur til
þess. Fannst mér ég vera of ungur,
vanta alla reynslu og þekkingu. Ólaf-
ur kvaS það leggjast í sig, að ég yrði
heppinn. Loks hét ég honum því aS
vera með bátinn næstu vertíð, ef
„strákarnir“ vildu þó róa með
mér.
Þegar til kom, vildu strákarnir all-
ir róa með mér. Ég réði svo ungling
í skiprúm Ólafs Magnússonar. Sá hét
Auðunn. Fyrstu formannsvertíð mína,
1890, var ég 18 ára og þess vegna
langyngstur af formönnunum í Eyj-
um. Ég var með minnsta vertíðarbát-
inn og hafði litla sem enga þekkingu
á formannsstarfinu. Verst var þó, að
ég hafði engan til að sækja ráð til á
sj ónum.
130
BLIK