Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 134
Þegar við fórum að skipta aflan-
um, kom stúlka til að hirða afla Auð-
uns, „draga hann úr Sandi“. Þá sagði
ég henni, að Auðunn fengi engan
hlut; hún gæti því farið heim.
Aður en skiptum var lokið, kom
húsbóndi Auðuns og spurðist fyrir
um það, hverju það sætti, að vinnu-
maður sinn yrði svo afskiptur. Eg
sagði honum sem var, að Auðunn
hefði ekki hlýtt forsvaranlegum fyr-
irskipunum og við liðið fiskitap sök-
um þess, enda gæti hann haft Auð-
unn sjálfur, ■— ég mundi ráða mér
mann í stað hans.
Þegar hásetar mínir sögðu hið
sama um óhlýðni Auðuns, bað hús-
bóndinn mig að reyna hann einn
róður enn, sem ég og gjörði.
Eftir þetta atvik var Auðunn boð-
inn og húinn til alls, er honum var
sagt, enda sýndi hann aldrei hina
minnstu óhlýðni upp frá þessu, með-
an hann var með mér.
Með sexæringinn Lngólf
vertíðirnar 1892, 1893 og 1894
Vertíðarnar 1892—1894 var ég
formaður á skipi, sem Ingólfur hét.
Olafur Magnússon í London smíðaði
það og var einn eigandi þess. Þetta
var sexæringur, og rérum við 14 á
honum.
Fyrstu vertíðina (1892) fengum
við 209 í hlut. Það var mjög rýr
vertíð. Næstu vertíð (1893) fengum
við 387 í hlut. Og þar næstu vertíð
(1894) 420. Aldrei hrepptum við
vont veður á Ingólfi þessar þrjár ver-
tíðir.
Eins og ég gat um, þá fiskuðum
við vel á Ingólfi báðar síðari vertíð-
irnar, eftir því sem þá taldist góður
afli.
Þá ympraði Ólafur Magnússon á
því við mig, hvort ég vildi ekki verða
hjá sér formaður á stórum áttæringi.
Hann gat þess, að svo legðist það í
sig, að næstu árin yrðu aflaár. Nú
vildi hann stækka Ingólf og gera
hann að áttæringi, — síærsta áttær-
ingi í Eyjum.
Ég leitaði nú ráða föður míns sem
oftar, — spurði hann hvað hann legði
til þessara mála. Hann latti mig mjög
og sagði ýmsa formenn, sem hefðu
fiskað vel á minni skip, aflað illa á
þau hin stærri. Nefndi hann nokkur
dænii þessa. Þá óttaðist hann, að ég
kynni ekki að stilla sjósókn minni í
hóf, þegar ég væri búinn að fá eitt af
hinum stærstu skipunum. Einnig
ræddi ég þetta við ýmsa háseta mína,
— mest við þá yngri, og hvöttu þeir
mig eindregið til að taka tilboði
Ólafs.
Nokkru síðar tjáði ég Ólafi í
London það, að ég tæki tilboði hans
um áttæringinn.
Nokkrum dögum eftir vertíðarlok
(1894) byrjaði Ólafur á verkinu.
Me3 áttæringinn Ingóll, stærsta
áraskipið í Eyjum, vertíðirnar
1895—1904 eða 10 vertíðir alls
Attæringurinn Ingólfur var 25 fet
(7,5 m) á kjöl. Millum stefna var
hann 32 fet (9,6 m) og 11 feta (3,30
m) víður. Dýptin var 4—5 fet (1,20
-—1,50 m).
132
BLIK