Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 135
Vertíðina 1895 hóf ég svo róðra
á þessu skipi. Síðan var ég með það
í 10 vertíðir eða til vertíðarloka
1904.
Ingólfur reyndist hið ágætasta
skip, eins og flestir þeir áttæringar,
sem hér gengu á vetrarvertíðum. Við
vorum 19—20 á þessu skipi. Þar að
auki oft 1—2 drengir, meðan færin
voru notuð, — hálfdrættingar.
A Ingólfi var loggortusigling, eins
og tíðast var um önnur skip hér.
Siglutrén voru tvö. Framsiglan reis
á mörkum kjalar og stefnis. Aftur-
siglan reis miðskips og var mun
hærri en framsiglan. Afturseglið var
mikið stærra en framseglið. Utleggj-
ari (bugspjót) var hafður og oftast
eitt forsegl, en á þessum áttæringi
var einnig stagfokka. Árar voru 8
og voru 9 álna langar (5,67 m).
Síðar, eða eftir að lína eða lóð
varð hér aðal-veiðarfærið, voru ár-
arnar bæði styttri og grennri. Þá var
settur barka- eða skutróður á átt-
æringana og hætt að „falla á“, sem
oft var áður gjört.
Áttæringurinn
Áttæringnum, eins og minni bát-
unum, var skipt í rúm. Fremst var
barki. Næst fyrir aftan barkann var
andófsrúmið, þá fyrirrúmið og svo
miðskipsrúm. Aftast var austurrúmið
og svo formannssætið. Aftan við það
skuturinn.
I barka, skut og miðrúmi voru
pallar uppi í miðjum síðum. Hétu
þeir fótafjalir. Einnig voru í öllum
róðrarrúmum skipsins þvertré til
þess að spyrna í, þegar róið var.
Þessi tré hétu fótatré.
Bæði í barka og skut voru hafðar
fjalir til að sitja á, þegar færunum
var rennt — barkafjalir og skutfjal-
ir.
I botni skipsins, nema í austur-
og fyrirrúmi, voru þiljur, til þess að
leggja fiskinn á, sem fyrst var dreg-
inn. Hét það „að leggja á þiljur“.
Það var gjört til þess að sjór rynni
betur til austurrúms og stæði ekki
kyrr í rúmum þeim, sem fiskur var í.
I austurrúmi og fyrirrúmi voru aust-
urtrog til að ausa með. Bitinn (þóft-
an), sem aðskildi skut og austurrúm,
var eiginlega stokkur, er náði þvert
yfir skipið. Hann var hólfaður sund-
ur og op á. I hólfum þessum voru
geymd ýmis smærri tæki eða áhöld,
svo sem seilarnálar (gjörðar úr
hvalbeini), hamar, öxi o. fl.
Á bitann annars vegar var negld
svo kölluð bitafjöl. Á henni stóð
nafn skipsins útskorið og ártalið, er
það var byggt. Einnig var á fjöl þess-
ari, sérstaklega í eldri skipum, vísa
eða vers. Efni hennar var bæn til
guðs um það, að skipi og skipshöfn
farnaðist vel. Ég set hér eina bita-
vísu sem sýnishorn:
Ljúfur guð um landahring
leiði af miskunn sinni
menn og skipið Mýrdæling,
mein svo ekkert vinni.
í formannssæti eða skut var höfð
varastýrissveif. Framan á formanns-
sætinu var áttaviti í þar til gerðum
umbúðum og festingum. Þá var einn-
blik
133