Blik - 01.06.1969, Síða 136
ig í formannssætinu geymdur stokk-
ur með nöglum og fleira, er að
gagni gat komið.
Siglutrén voru lögð miðskips,
hvort við annars hlið, og seglin ofan
á þau.
Þegar róið var, sátu menn við árar
sitt hvoru megin á þóftunum, þegar
fallið var á.
Verkaskipting háseta
Ollum hásetum var skipað á sinn
stað á skipinu. í því sambandi voru
þeir oft kenndir við rúmin sín í skip-
inu, t. d. framá- eða barka-menn,
andófsmenn, fyrirrúms-, miðskips-
og austurrúmsmenn, og svo að síð-
ustu bita- og miðskutsmenn. Allir
þessir menn höfðu sérstökum störf-
um að gegna á skipinu. Andófsmenn
áttu alltaf að andæfa undir færum.
Fyrirrúmsmenn lögðu næstir út árar
í andófi. Einnig bar þeim að ausa, ef
austurrúmsmaður hafði ekki við.
Þá kom röðin næst að austur-
rúmsmönnunum, og þyrftu allir að
andæfa, urðu miðskipsmenn að
leggja út. Þá var það kallað „allra
manna andóf“. Þeir af skipshöfn-
inni, sem skipuðu skiprúm fyrir
framan andófsrúm og aftan austur-
rúm, voru líka oft kallaðir yfirskips-
menn.
Miðskipsmenn áttu að ýta skipi og
fara síðastir upp í skip. Þeim har
einnig að taka á móti, þegar skipið
lenti. Þá komu bitamenn í þeirra
stað og réru í þeirra rúmi.
Miðskipsmenn áttu að reisa siglu-
trén, — „ganga undir möstrum“,
eins og það var kallað — þegar sigla
átti. Eins skyldu þeir taka á móti
siglutrjánum, þegar þau voru felld.
Fremsta framá-manni bar að sjá
um klífi, t. d. rifa hann og draga
upp. Hann var líka stundum kallað-
ur húmborumaður.
Barkamenn sáu um framseglið.
Skutmenn og þeir, sem um róðurinn
voru, sáu um afturseglið.
Fjórir stagir voru á hvoru siglu-
tré. Þeir voru hertir með köðlum,
sem hétu „undirgjarðir“.
Tveir menn voru hafðir til þess að
gefa eftir á seglum, þegar misvindi
var. Hét það að gefa eftir eða „slaka
á pikknum“. Eins var gjört á lensi,
þegar stórar kvikur komu að skipinu.
Stundum voru seglin höfð þanin sitt
á hvort borðið. Það hét að sigla
„tveggja skauta hyr“.
Vissir menn áttu að seila fiskinn.
Fór það eftir því, hvar seila þurfti úr
skipinu. Oðrum bar að bera upp
siglur og árar, áður en skip var sett.
Þeir sóttu einnig „farviðina“, þegar
búið var að setja skipið fram.
Fyrsti kippur. „Að sigla fleyi
og sofa í meyjarfaðmi ..
Þegar róið var og komið út á
miðja Víkina, var „hvílt“. Það var
kallaður „kippur“, — fyrsti kippur
sjóferðarinnar. Svona var haldið á-
fram að hvíla, þegar ekki var siglt,
þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt
var til, að hver kippur væri sem
næst 10 mínútur. Þegar verið var á
færum og kippt var á fiskimiðum,
134
BLIK