Blik - 01.06.1969, Page 138
var verið að draga upp annað merki-
flaggið, sem þýddi „ófær Leið“. Við
vorum því á síðasta augnablikinu að
komast inn úr Leiðinni, áður en
„flaggað var frá“. Þennan dag urðu
mörg skip að lenda á Eiðinu og
nokkur þeirra með fullfermi.
Barningur á „Hannibal". Holdvotir,
matarlausir og drykkjarvatnið a3
ganga til þurrðar. Treysta skal
á þrek og þor!
Eftir þessa vertíð réri ég eitt sinn
á bátnum Hannibal suður að Geir-
fuglaskeri. Það var um varptímann.
Nokkru áður höfðum við komizt
þangað á julinu Immanúel, sem áð-
ur er nefnt í frásögnum þessum.
Við liöfðum í undanförnum róðr-
um alltaf orðið að fleygja fleiri og
færri stórum lúðum til þess að geta
tekið þorsk í þeirra stað eða smærri
lúður, sem voru hafðar í rikling.
Þetta var ástæðan til þess að við feng-
um okkur stærri bát en julið Imman-
úel.
Við rérum 7 á Hannibal.
Um morguninn, þegar við rérum,
var logn en dimmt í lofti. Þegar við
komum í fiskileitir suður við Geir-
fuglasker, var að byrja að kula aust-
an. Við komumst þarna í allgóðan
fisk á vissum bletti.
Austankulið varð brátt að stormi.
Þá var ekki lengur til setu boðið.
Sett voru upp segl og haldið heim á
leið. — Brátt rokhvessti, svo að við
urðum að rifa öll segl. Okkur hrakti
mjög af leið, því að vesturfallið var
sérstaklega hart. Vestur af Álfsey
hættum við að sigla og tókum að
berja undir eyna. Allt var í einu rok-
kófi, er við loks náðum undir Álfsey.
Flestir hásetar mínir lögðu til, að við
lægjum undir Moldarnefinu og bið-
um þess að lygndi. Það vildi ég ekki.
Ég benti á, að við værum flestir eða
allir meira og minna blautir; einnig
værum við matarlausir og drykkjar-
vatnið því sem næst gengið til þurrð-
ar; engrar hjálpar væri að vænta úr
landi.
Svo var seglbúið og lagt á stað inn
eftir flóanum sunnan verðum. Mikil
var ágjöfin austur flóann, en allur
seglaumbúnaður var traustur og bil-
aði ekki þótt í blési. Við náðum fyr-
ir Hænu. Þá voru felld segl og tekið
að berja austur með Heimaey norð-
anverðri. Lengi vorum við að berja
austur að Orn og strangt var austur
á Eiði. — Þegar þangað kom, var
þar enginn maður, því að enginn gat
búizt við, að við drægjum þangað.
Við settum því upp veifu á Eiðinu,
eins og stundum var gjört. Eftir stutt-
an tíma tók fólkið okkar að tínast
inneftir. Það færði okkur kaffi og
brauð, og var hvorttveggja vel þegið
eftir allan hrakninginn og barning-
inn
Við sjóróðra í Mjóafirði sumrin 1895
og 1896 með Vigfúsi í Holti og Jóni
í Brautarholti. Sjórinn sóttur aí kappi
og metingi. Þarna laerðu Eyjasjómenn
að nota línu. Síðar ruddu þeir línunni
braut í heimabyggð sinni.
Sumarið 1895 og 1896 fórum við
Vigfús í Holti og Jón í Brautarholti
136
BLIK