Blik - 01.06.1969, Page 141
búnar þeim, sem um sjóinn fara, •—
sérstaklega á smáfleytum.
Geigur í garpi. Eríiðar draumfarir.
Gat búizt við lífsháska, enda rættist
draumurinn. „Það þykir mér verst,
ef við drepum okkur, að ég er ekki
búinn <*ð borða bitann minn!"
Síðara sumarið, sem við rérum úr
Brekkuþorpi, fórum við eitt sinn á
sjóinn kl. 1 að nóttu. Þá var liðið
fram í september.
Þessa nótt rérum við langt á und-
an öðrum fjarðarmönnum, eins og
við gerðum jafnan, þegar góð voru
veður, því að okkur þótti það miklu
fiskilegra að vera búnir að leggja
lóðina á undan öðrum.
Þessa nótt var logn og heiður him-
inn og veður hið fegursta. Þó lagðist
þessi róður mjög illa í mig. Mig
dreymdi þannig, að ég gekk þess
ekki dulinn, að ég mundi komast í
lífsháska á sjó, áður langt liði. Eg
hafði orð á þessu við félaga mína,
Jón og Vigfús. Við fórum nú samt í
lengstu fiskileitir, því að veðurútlitið
var mjög gott. En slíkur geigur var
í mér við draum minn, að ég lagði
ekki nema % af línunni, enda þótt
Vigfús léti undrun sína í Ijós, þar
sem stillilogn var og heiðríkja.
Þegar við höfðum lokið við að
leggja það, sem lagt var, tók að birta
í norðaustri. Þá birtist veðurbakki
í þeirri átt. Hann hækkaði brátt.
Þegar lóðin hafði legið fjórðung
stundar, skipaði ég að róa að enda-
bóli og fara að draga. jón mæltist til
þess, að hann fengi að borða áður,
Jón Jónsson jrá Brautarholti í Eyjum
(Landagötu 3B). „Það jtykir mér verst,
ef við drepum okkur, að ég er ekki búinn
að borða bitann minn“.
en ég neitaði því. Um það bil sem
stjórinn var innbyrtur, hvessti snögg-
lega af austri-norðaustri.
Fiskur var nægur, og þegar við
hófum drátt á síðara bjóðinu, var
miðrúmið orðið hálft og skutur hálf-
ur af fiski. Ollum fiskinum á lóðinni,
sem þá var ódregin, fleygðum við,
enda var nú komið hvassviðri með
miklum sjó, því að haröur straumur
fór á móti storminum.
Við sigldum aöeins á þríhyrnunni
einni heim, og þó hljóp báturinn
oft og tíðum hættulega mikið.
BLik
139