Blik - 01.06.1969, Qupperneq 143
þeir höfðu heyrt það, að síld væri
einhver allra bezta beitan á þorska-
lóð. — Þeir fengu nóg af góðri síld
til þess að beita lóðina með. Þeir
lögðu svo lóðina, þar sem bátarnir
höfðu hlaðið á færin.
Vonbrigðin urðu mikil, því að
þeir fengu einn smáfisk á lóðina.
Eg hafði líka heyrt þá sögu, sem
var sönn, að Sigurður Sigurfinns-
son, síðar hreppstjóri, hefði keypt
sér þorskalóð til þess að reyna hana
á vertíðarskipi hér. Eitt sinn á ver-
tíðinni beitir hann lóðina með þorsk-
hrognum og leggur hana síðan „und-
ir Sandi“. Þann dag tvíhlóðu færa-
skipin þar, svona flest þeirra a. m. k.
Sigurður fékk hinsvegar lóðina
seilaða af háf.
Eftir að þessi tilraun misheppnað-
ist hjá Sigurði, reyndi hann aldrei
að leggja lóðina aftur; flestir munu
hafa haft þá trú, að það væri alveg
tilgangslaust, og jafnvel héldu sumir
því fram, að það gæti verið stór-
hættulegt. Kem ég að því síðar.
Skötulóðin var eina línan, sem
hafði skilað árangri. Nokkrir höfðu
reynt hana hér á Innleirunni og afl-
að vel.
Skötulóðin var með fáum og stór-
um segulnaglaönglum íslenzkum af
sömu gerð og hér voru notaðir á
handfæri. As skötulóðarinnar var
mjór kaðall.
Skötulóðin var látin liggja um
sólarhring og stundum lengur, ef
veður bagaði. Þessi lóð virtist engin
áhrif hafa í þá átt að hvetja menn til
þess að nota þorskalóð.
Magnús Guðmundsson býr sig undir
brautrYðjandastarfið
Hann dregur að sér efni í línuna.
Ekki skorti hrakspárnar. Olafur út-
gerðarmaður í London hvetur Magn-
ús til dúða: „Gejðu þig aldrei, Magn-
ús. Það verður sjaldan mikið úr ung-
um mönnum, sem hætta við áform
' ((
sm .
Þrátt fyrir þetta, sem nú hefur
verið minnzt á, fór mér að detta í
hug að gera tilraun með þorskalóð.
Jafnframt var mér það ljóst, að það
mundi mæta andúð og óvíst, hvort
ég kæmi því í framkvæmd.
Síðara sumarið, sem ég var á Aust-
fjörðum, útvegaði ég mér heimilis-
fang þeirra útlenzku verksmiðja,
sem þeir í Mjóafirði fengu veiðar-
færi frá. Þar var notuð tveggja punda
lína í ás og fjögurra punda lína í
bólfæri. í tauma var notuð eins punds
lína, sem var rakin sundur á sérstak-
an hátt. Onglarnir voru frá Mustad
og Sön.
Fyr$ti maðitrinn, sem ég talaði við
um þetta áform mitt var Ólafur
Magnússon, eigandi skips þess, er ég
var formaður með á vetrarvertíð-
um, Ólafur í London.
Mér þótti miklu máli skipta, hvern-
ig Ólafur tæki í þetta mál, þar sem
hann fékk um aflans í sinn hlut,
— bátshluti fjóra og tvo hásetahluti.
Ég tjáði honum hugmynd mína að
reyna lóðina hér úti í leirnum, þegar
liði fram á aprílmánuð, því að þar
hefði lóð aldrei verið lögð. Ólafur
tók vel í þetta mál og hvatti mig til
að koma því í framkvæmd. Hann
BUK
141