Blik - 01.06.1969, Síða 148
næsta róður. En austanáttin. sem
hófst með þessum degi, hamlaði róðr-
um til 17. s. m. Þann dag rérum við
í annað sinn með lóðina, 1600 öngla.
Beitan var orðin mjög úldin, enda
engir frystiklefar þá til þess að geyma
beitta línu í. Samt fiskuðum við vel;
fengum 24 þorska í hlut og 4 ýsur.
I þessum róðri misstum við ekkert af
lóðinni.
Við hættum að róa 6. maí. Höfð-
um þá farið 11 róðra með línuna og
tapað samtals 800 önglum. En aflinn
þennan stutta tíma nam samtals 5596
þorskum og 1416 ýsum. Auk þess
fengum við talsvert af lúðu og skötu.
Frá því að við drógum út og til 10.
apríl, að við hófum veiðarnar með
línuna, vorum við búnir að fá 218 í
hlut. Gera má ráð fyrir, að lítið hefði
við það bætzt, eftir því sem aflinn
reyndist hjá hinum, sem stunduðu
eingöngu færi til vertíðarloka.
Bjargi bylt að brautu
Leiðin rudd. Vertíðina 1898 not-
uðu öll skip í Eyjum línu. Beilan var
gota og Ijósabeita. Sumir skáru í van-
þekkingu sinni alla krókana af lín-
unni til þess að geta greitt hana.
Næstu vertíð, 1898, voru öll skip,
sem hér gengu þá á vetrarvertíðinni,
úthúin með lóð. Á hverju bjóði voru
200 krókar og milli tauma 2—2^
alin (126—157 sm).
Att-æringar réru með 8 bjóð og
minni bátar svo minna að tiltölu.
Beitan var jafnan þorsk- og ýsuhrogn,
ef þau voru til, og svo ljósabeita með.
Bezta Ijósabeitan þótti lúða og stein-
bítur.
Fyrst í stað voru margir lengi að
beita, t. d. gamlir menn, og það bar
við, að við hinir yngri, sem vorum
orðnir vanir lóðinni, gerðum okkur
gaman að sumum körlunum.
Ymsar sagnir gengu um „sam-
skipti“ sumra karlanna við línuna. —
Tveir, sem beittu saman, höfðu feng-
ið flækju. Þá stóðu þeir ráðalausir,
þar til þeir sáu það ráðlegast að skera
alla krókana af flækjunni.
Eitt sinn sá ég þrjá vera að beita
sama bjóðið úr stokk. Einn tók krók-
ana úr trénu, annar krækti beitunni
á önglana og sá þriðji lagði þá niður
í bjóðið. Dýr mundi hún þykja slík
beitning í dagvinnu, hvað þá í næt-
urvinnu!
Vertíðina 1898 var þó ekki ein-
vörðungu notuð lóð. Svo var það
einnig næstu vertíðir. Þessa vertíð
(1898) hóf ég róðra 22. febr. Þá
byrjaði ég með línuna og hélt því
áfram, þangað til loðnan kom um
miðjan marz. Þá tókum við hand-
færin um tíma.
Framan af vertíðinni var tregur
fiskur á lóðina og þar af leiðandi lít-
ið um hrogn til beitu.
Svona reyndist þetta næstu vertíð-
ir, að fiskur var tregur á lóð, þangað
til kom fram í apríl. Og eftir að loðn-
an tók að ganga, þýddi sjaldan að
nota lóðina. Þetta mun þó hafa stafað
af því fyrst og fremst, hversu einhæf
beitan var. Hér vantaði síld, sérstak-
lega fyrri hluta vertíðar. Þó fiskaðist
stundum mjög vel „Undir Sandi“ og á
146
BLIK