Blik - 01.06.1969, Side 149
Álnum á lóðina, eftir að loðna kom,
en alltaf aflaðist þá meira af ýsu en
þorksi.
Fyrstu vertíðarnar eftir að lóð varð
hér aðal-veiðarfærið, var helzta veiði-
svæðið frá heimamiðum austur að
Dýpri-Mannklakk og Ledd, sunnan
við Rófu og allt austur að Sanda-
hrauni.
Þegar fram í sótti og bátum fór
fjölgandi, fór sjósókn vaxandi, —
ekki sízt eftir að bátar með færeyska
laginu voru almennt notaðir. Þá tóku
menn að sækja suður að Súlnaskers-
klakk. Hann var um tíma mjög ásótt
fiskimið línubáta.
Sumarstörfin í Eyjum fyrr á árum
Róið á julum. Sigið í björg. Aflað
heyja á túnum og í úteyjum. Þannig
um aldir.
Áður en lóðin varð aðal-veiðar-
færið, stunduðu menn hér líka fisk-
veiðar á sumrum — sérstaklega þó
að vorinu og fyrrihluta sumarsins.
Þá réru menn á hinum svonefndu
smáferjum eða „julum.“ Aðallega
var róið á heimamiðin, svo sem
Mannklakk, Réttarklakk, Flókamið,
Holu, Bessa, Þórarinshraun, Bót,
Klakka, Ledd og Rófu.
I júlí og til ágústloka var lítið
stundaður sjór, því að á þeim tíma
sumarsins voru flestir ungir menn
við fuglaveiðar, og ]>eir eldri við
slátt og aðra vinnu í landi.
Einstök sumur kom hér mikill fisk-
ur, svo sem sumarið 1880. Þá hafði
verið mjög mikill fiskur hæði „suð-
ur í sjó,“ hér um Flóann og víða, en
þá máttu fáir vera að því að sinna
fiskveiðum nema í hjáverkum, því
að það sumar var hin svonefnda
Nýjabúð byggð, þ. e. Austurbúðar-
húsið austur við Skansinn. Þar voru
margir í vinnu. Sumarið 1892 gekk
líka mikill fiskur á heimamið, þá
fékk ég 400 fiska í hlut af þorski frá
júlíbyrjun til ágústloka. Mestur hluti
þess afla veiddist vestur á Sviðum og
á öðrum fiskimiðum í „suðursjón-
um.“
Bátar þeir, sem róið var á utan
vertíðar, voru bæði litlir og að ýmsu
leyti lélegir. Þeir gengu illa, sérstak-
lega í mótvindi. Eitt sinn vorurn við
á slíkum báti í 6 tíma að berja heim
af Ledd.
Á vorin blésu hér oft austanvindar
og jafnvel vikum saman með litlum
hvíldum. En á þessum litlu bátum
þýddi ekki að fara á sjó nema í góðu
veðri. Menn stunduðu þó þessa vor-
róðra, þegar tök voru á, og það jafn-
vel hvernig sem gekk, því að lítið
var annað að starfa um þann tíma
árs og „lítið dró vesalan“. Það sem
fékkst, var þá fundinn peningur og
eilítil viðbót við innleggið frá ver-
tíðinni.
Oft fiskaðist allmikið af öðrum
fiski en þorski og löngu á vorin. Sér-
staklega var það lúðan, sem menn
oftast höfðu meira en nóg af til mat-
ar, enda var það þá og lengi síðar
siður hér, að Eyjabúar gáfu hver
öðrum í soðið, eftir því sem á stóð
fyrir hverjum og einum í það og það
skiptið.
Meðan handfærin voru einvörð-
blik
147