Blik - 01.06.1969, Side 151
ungu stunduð á vertíðum, var stund-
um hætt við vertíðarskipin 20.—30.
apríl sökum aflatregðu. Fóru menn
þá að róa sumarbátum, svo framt
að nokkur aflavon var.
Eftir að lóðin var tekin upp al-
mennt, fóru menn fljótlega að nota
hana á vorin og svo yfirleitt á öllum
tímum ársins.
I fyrstu áttu fáir nothæfa báta til
þess að stunda á með lóð. Þar stóð ég
hinsvegar strax vel að vígi, því að ég
hafði ráð á hinum bezta bát, nefni-
lega „Hannibal,“ sem áður er sagt
frá, enda var hann notaður á vorin
og sumrin, þar til vélbátarnir tóku
við af opnu skipunum.
Það var því fljótlega hætt við hin
svokölluðu ,,smájul.“ Nú fóru Eyja-
búar einnig að panta sér báta frá
Færeyjum. Um árabil komu fleiri og
færri bátar þaðan með hverri ferð
dönsku millilandaskipanna. Að síð-
ustu var kominn hingað mesti fjöldi
af færeyskum sumarbátum.
Eftir að Eyjabúar hófu fiskveiðar
með lóð, voru margar vertíðir hér
mjög arðvænlegar. Margar sögur eru
til um það, hvað menn lögðu þá mik-
ið erfiði og miklar vökur á sig. Og
það fór þá eins með vorvertíðarnar
eins og vetrarvertíðarnar, að frádrátt-
ur frá afla var mjög lítill.
A vorin notuðu menn gamla lóð
frá vetrarvertíðinni. Vorlóðin, ef ég
mætti nefna hana svo, var mjög stutt,
aðeins 400—600 önglar, og beitan
var eingöngu ljósabeita, helzt ýsa,
sem veiddist venjulega samhliða löng-
unni. Voraflinn var mestmegnis
langa. Af henni fóru í skippundið
(160 kg) 50—60.
Bezta fiskisvæðið var Þríhamra-
dýpið suður af Klökkum, — og svo
svæðið frá Djúpamiði suður að
Þórarinshrauni.
Þegar fram í sótti, tóku menn að
sækja lengra á vorbátunum, t. d.
austur á Rófu og Dýpri-Mannklakk,
út á Ledd og suður að Súlnaskers-
klakk.
Framfarasporið mikla
Isfélag Vestmannaeyja ryður braut-
ina. Það byggir frosthús 1902.
Mikill bagi var það löngum við út-
gerðina og dró úr afla, að ekkert ís-
hús var í byggðarlaginu fyrr en 1902,
að Isfélag Vestmannaeyja var stofn-
að og byggði íshús að norskri fyrir-
mynd það ár.
Þar sem ekkert íshús var til,
skemmdist beitan fljótlega, þegar frá-
tök gerði. Langan virtist bæði lyktar-
og bragðnæm; hún aflaðist ekki
nema á nýja beitu. íshússkorturinn
olli oft vandræðum, og menn urðu
af þeim sökum að róa með handfæri
á grunnmið eða sarga þar með línu
beitta niaðki og skelfiski. Stundum
kom það fyrir, að ekki tókst að ná í
beitu fyrir lönguna.
Mjór er mikils vísir
Snjókofar útgerðarmanna sönnuðu
nauðsyn þess að byggja íshús í Eyj-
um. ísinn sóttur á Vilpu eða Dal-
tjörnina. Annars safnað snjó.
Það var árið 1900, að við tókum
okkur saman fjórir og létum útbúa
blik
149