Blik - 01.06.1969, Side 152
okkur allstóran frystikassa. Jafnframt
byggðum við okkur ískjallara, þar
sem vörugeymsluhús Brynj. Sigfús-
sonar kaupmanns stendur nú. (Sjá
Blik 1967, bls. 47).
Eftir að vélbátarnir komu til sög-
unnar, áttu flestar útgerðir slíkakjall-
ara. Þeir voru venjulega kallaðir sjó-
kofar.
Fyrstu tvö árin, sem við áttum ís-
kjallarann, tókum við ís á Vilpu.
Þriðja árið lagði Vilpu aldrei fyrir
hátíðar. Þá söfnuðum við snjó í ís-
kjallarann okkar, og þótti okkur betra
að eiga við hann en ísinn. Annað vor-
ið, sem við áttum ískjallarann, seld-
um við töluvert af ís í fiskiskútu, sem
stundaði veiðar hér við Eyjar það
vor (1901).
I ískjallaranum geymdum við beit-
ur okkar í næsta róður eða róðra, og
stundum gátum við geymt beitu fyrir
aðra líka.
Magnús eignast síldarnet
Hann liajði kynnzt Jreim nelaveið-
um austur í Mjóafirði. Mesti sólar-
hringsafli 12 síldir.
Eftir að við byggðum ískjallarann,
gerðum við fyrstu tilraun með síld-
arnet, því að þarna var von til að
geta geymt nokkurt síldarmagn.
Gísli kaupmaður Stefánsson pant-
aði síldarnetin fyrir okkur, þ. e. a. s.
slöngurnar. Þær fékk hann ólitaðar
frá Englandi. Barkalitur og korkur
í flár fylgdi slöngunum og efni í
þinla eða teina.
Þetta voru tvær langar slöngur.
Við bútuðum hvora þeirra í 4 hluta
og fengum þannig 8 net úr þeim báð-
um. Netið var fellt 13 faðmar (26
metrar) á lengd og 2% á dýpt.
Hugmynd okkar var að hafa þetta
lagnet, eins og þá tíðkaðist á Aust-
fjörðum. Þess vegna vildum við ekki
hafa netin dýpri.
Þegar við vorum búnir að lita
netin, fella þau og ganga frá þeim
að öðru leyti, lögðum við nokkur
þeirra og létum þau liggja um viku
tíma út frá klöppunum sunnan við
Víkina. Mesti sólarhringsafli var 12
síldar.
Um haustið fékk Jón Ingimunds-
son í Mandal netin lánuð og lét reka
með þau á enskum síldarbáti, sem
hér var þá. Hann lét reka á Flóanum
austur af Urðunum. Hann veiddi tals-
verða síld, en veður spilltist, svo að
veiði þessi varð endaslepp.
Ekki gefist upp
Samtök um síldveiðar. Full net.
Hver síld boðin á einn eyri. Engin
sala.
Eftir það reyndi enginn með netin
fyrr en árið eftir. Þá tókum við okk-
ur saman fjórir, Gísli Lárusson í
Stakkagerði, Jón í Mandal, Stefán
Gíslason í Hlíðarhúsi og ég, og fór-
um með netin á Hannibal suður á
Stakkabót. Þetta var 26. ágúst, og
netin voru fimm. Ætlunin var að
láta reka með netin. Þegar við höfð-
um gefið út tógið og bundið það
fast í bátnum, þyngdi svo á bólunum,
að auðséð var að netin voru orðin
full af síld. Svo reyndist þetta líka.
Báturirm gerði ekki betur en bera
150
BLIK