Blik - 01.06.1969, Page 155
aflann. Við buÖum síldina til kaups
á einn eyri stykkið. Þegar sú verzlun
tókst ekki, gáfum við hverjum sem
hafa vildi hálfa fötu af síld. Samt
fór lítið af síldinni. Megin hluta henn-
ar létum við salta.
Um leið og vélbátarnir komu,
fengu einstaka bátsfélög sér síldarnet
og öfluðu stundum vel í þau.
Vertíðarskip með feereysku lagi koma
til sögunnar. Þau þóttu léttari og ekki
eins „mannfrek"
Þegar í ljós kom, að aflaföng fóru
stórum vaxandi með almennri notk-
un lóðarinnar, og Eyjabúum í heild
varð það ljóst, að skipaeigendur
græddu á útgerðinni, fór róðrarskip-
um hér fjölgandi. Mest voru það þá
færeyskir róðrarbátar. Bátar með
því lagi voru þá einnig brátt smíðað-
ir hér og reyndar öll vertíðarskip
með því lagi. Þau voru flest tí-róin
og með „kutter“-siglingu.
Vertíðirnar 1905 og 1906 var ég
með skip með færeysku lagi, því að
mér þótti gamli áttæringurinn Ing-
ólfur svo mannfrekur og erfiður á
Tölumerki miðakortsins. Skfringar:
1 Hörgaeyrargarffurinn, sem byggður er á Hörgaeyri. Syðsti hluti hennar var kallaður
Eyrarháls. Þar skipuðu þeir Hjalti og Gissur kirkjuviðnum á land 17. júní árið 1000. —
2 Hafnareyrargarðurinn, sem byggður er á Hafnareyrinni. Rétt utan við haus hafnar-
garðs þessa er Hringskerið. — 3 Botninn, innri höfnin. Aður en sjórinn braut þar land,
voru þarna heimalendur Ormsstaðabóndans í Eyjum. -— 4 Eiðið (Þrælaeiði). — 5
fleimaklettur. — 6 Miðklettur. — 7 Yztiklettur. — 8 Stóra-KIif. — 9 Há(in). — 10
Dalfjallið (Blátindur á Dalfjalli). — 11 Kaflagjóta, hin örmjóa rás eða geil inn með
bergveggjum Dalfjallsins að sunnan. Nokkur hluti þeirra heitir Tíkartær. — 12 Ægisdyr,
hilið milli Tíkartánna að norðan og norðurenda Ofanleitishamars að sunnan. —■ 13 Ofan-
leitishamar, sem teygir sig norðan frá Ægisdyrum suður undir Klauf, en svo heitir
norðurhluti Víkurinnar. — 14 Helgafell. — 15 Sæfell. — 16 Bótin (Stakkabótin). —
17 Stóri-Stakkur. — 18 Kópavík. — 19 Ræningjatangi. — 20 Brimurð. — 21 Garðsendi.
— 22 Stórhöfði. -— 23 Vík(in). — 24 Bæjarhverfið á Vilborgarstöðum. -— 25 Bæjar-
hverfið á Kirkjubæjum. — 26 Agðahraun. — 27 Ofanleitisbæirnir (bæjarhverfið fyrir
ofan leiti). — 28 Grasleysa. — 29 Hrauney. — 30. Hani. — 31 Hæna (28—31 heita
Smáeyjar einu nafni). — 32 Jötunn. — 33 Suðurey. — 34 Alsey (Alfsey). — 35 Brandur.
— 36 Hellis ey. — 37 Hundasker. — 38 Bládrangur. — 39 Þúfusker. — 40 Litli-Geld-
ungur. -— 41 Geldungur. — 42 Súlnasker. —■ 43 Helliseyjarrif (Suður af því er Péturs-
klakkur). — 44 Hundaskersklakkur. — 45 Dalaklakkur. — 46 Olguklakkur. — 47 Einars
klakkur. — 48 Syðri-Leira. — 49 Ömpustekkjarleira. — 50 Súlnaskersflúð. — 51 Halls-
klakkur. — 52 Alseyjarrif. — 53 Breki. — 54 Gvendarklakkur. — 55 Hænuklakkur. —
56 Hánefsflúð. -— 57 Einarsklakkur. —- 58 Innstaflúð. — 59 Gerðisklakkur. — 60 Faxa-
klakkur. — 61 Herjólfsklakkur. — 62 Oddstaðaklakkur. — 63 Innrileira. —- 64 Faxasker.
■— 65 Elliðaey. — 66 Bjarnarey. — 67 Ólafshola. — 68 Grunn-Bessi. — 69 Hola. —
70 Mannklakkur. — 71 Bershúsaklakkur. — 72 Djúp-Bessi. — 73 Þríhamradjúp. —
74 Freikjuklakkur. -— 75 Djúpuklakkar. — 76 Ledd. — 77. Bensaklakkur. -— 78 Leddar-
forir. — 79 Glóri. — 80 Réttarklakkur. — 81 Kirkjumið. — 82 Kúksklakkur. — 83
Skellir. — 84 Vatnslásarklakkur. —- 85 Sæfellsklakkur. — 86 Valdahola. — 87 Þórarins-
hraun. — 88 Flugnahraun. — 89 Sturlumið. ■— 90 Flókamið.
blik
153